Er Þorgerður Katrín skuggaráðherra fjármála?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:41
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:41
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þor­gerður Katrín mun vilja hafa putt­ana í mál­efn­um fjár­málaráðuneyt­is­ins á kom­andi kjör­tíma­bili. Þetta er mat Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar sem seg­ir hana hafa haft val um að verða for­sæt­is­ráðherra.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þar berst talið að stjórn­ar­mynd­un sem lauk með mynd­un meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins þann 21. des­em­ber síðastliðinn.

Þar var til­kynnt um það að dr. Daði Már Kristó­fers­son, pró­fess­or í auðllinda­hag­fræði við Há­skóla Ísland, yrði fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í nýrri stjórn. 

Daði er vara­formaður Viðreisn­ar en vermdi þó aðeins heiðurs­sæti í kosn­ing­un­um 30. nóv­em­ber. Hann var í 22. sæti lista flokks­ins í Reykja­vík suður.

Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. Daði Már er varaformaður flokksins.
Þor­gerður Katrín er formaður Viðreisn­ar. Daði Már er vara­formaður flokks­ins. mbl.is/​sam­sett mynd

Var­aráðherra?

Er hann var­aráðherra eins og ein­hverj­ir segja eða aðstoðarráðherra?

„Ég hugsa að hún muni vilja hafa skoðun á því sem hann ger­ir og hann auðvitað hef­ur sín­ar skoðanir sem falla ekki all­ar að stefnu nýju rík­is­stjórn­ar­inn­ar en ég ætla að veðja á að þær skoðanir þurfi að lúta í lægra haldi,“ svar­ar Sig­mund­ur Davíð í viðtal­inu.

Það er ekki óþekkt að ráðherr­ar séu sótt­ir út fyr­ir þing­flokka. Það var meðal ann­ars gert í rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur 2009-2013. Þá komu inn í hana þau Ragna Árna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í dóm­so og kirkju­málaráðuneyt­inu sem varð dóms- og kirkju­málaráðherra og Gylfi Magnús­son, dós­ent við HÍ, sem varð viðskiptaráðherra.

Ragna Árnadóttir var dómsmálaráðherra á umbrotatímum í íslensku þjóðlífi. Á …
Ragna Árna­dótt­ir var dóms­málaráðherra á um­brota­tím­um í ís­lensku þjóðlífi. Á þess­ari mynd er hún með hinni frönsku Evu Joly sem fór mik­inn í inn­an­lands­mál­um Íslands og hvatti til hörku við upp­gjör á banka­hrun­inu. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Stöldruðu stutt við

Hvor­ugt þeirra sat þó lengi í embætti. Þau komu inn í rík­is­stjórn í byrj­un árs 2009 og voru kom­in út úr stjórn­inni í sept­em­ber 2010.

Orðaskipt­in um þetta mál í Spurs­mál­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Var valið Þor­gerðar?

Þetta gekk mjög hratt, þú myndaðir stjórn 2013 þar sem þú varst ekki með stærsta flokk­inn held­ur þann næst­stærsta. Marg­ir töldu út frá niður­stöðu kosn­ing­anna að Þor­gerður Katrín hefði pálm­ann í hönd­un­um og að hún yrði for­sæt­is­ráðherra ef hún ein­fald­lega vildi það en það virðist aldrei hafa verið neinn ágrein­ing­ur um það í stjórn­inni hvernig þessu skyldi skipt?

Gylfi Magnússon var kallaður til ráðuneytis af Jóhönnustjórninni. Hann hafði …
Gylfi Magnús­son var kallaður til ráðuneyt­is af Jó­hönnu­stjórn­inni. Hann hafði verið áber­andi í fjöl­miðlum miss­er­in í aðdrag­anda banka­hruns­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ánægð með ut­an­rík­is­mál­in

„Nei, nei. Ég held að hún hefði getað farið fram á for­sæt­is­ráðuneytið, ef ekki í þessu sam­starfi þá kannski öðru. En sé bara sátt við að fara í ut­an­rík­is­ráðuneytið. Hún hef­ur mik­inn áhuga á þeim. Hún fær fjár­málaráðuneytið og skip­ar mann sem var varla á lista hjá Viðreisn í kosn­inga­bar­átt­unni. Sem seg­ir manni að hún hafi vænt­an­lega eitt­hvað um það að segja hvað hann ger­ir í því hlut­verki.“

Er hann var­aráðherra eins og ein­hverj­ir segja eða aðstoðarráðherra?

„Ég hugsa að hún muni vilja hafa skoðun á því sem hann ger­ir og hann auðvitað hef­ur sín­ar skoðanir sem falla ekki all­ar að stefnu nýju rík­is­stjórn­ar­inn­ar en ég ætla að veðja á að þær skoðanir þurfi að lúta í lægra haldi.“

Og þar ertu meðal ann­ars að vísa í skoðanir hans til strand­veiðanna og annað í þeim dúr?

„Já.“

Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is