Tekur ekki ákvörðun á þessum tímapunkti

Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar stórtíðindi í íslenskum …
Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík norður, seg­ist ekki vera bú­inn að taka ákvörðun um for­manns­fram­boð.

Guðlaug­ur Þór, sem er stadd­ur í Mexí­kó, seg­ir brott­hvarf Bjarna Bene­dikts­son­ar, frá­far­andi for­manns flokks­ins, af stjórn­mála­sviðinu stórtíðindi í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

„Bjarna verður minnst sem eins af okk­ar allra öfl­ug­ustu stjórn­mála­mönn­um. Það fyrsta sem kem­ur upp í hug­ann er for­ysta hans í end­ur­reisn­inni eft­ir fjár­mála­hrunið, en aðgerðirn­ar sem hann hafði for­ystu um skiluðu þjóðarbú­inu gríðarlega miklu og al­menn­ingi mjög bætt­um lífs­kjör­um,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór á þess­um tíma­mót­um.

Hyggst þú gefa kost á þér sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi flokks­ins?

„Það kem­ur ekki upp í hug­ann á þess­um tíma­punkti að taka slík­ar ákv­arðanir“.

Hvenær sérðu fyr­ir þér að ákvörðun liggi fyr­ir?

„Það kem­ur bara í ljós. Það á eft­ir að taka end­an­lega ákvörðun um hvenær lands­fund­ur verður hald­inn. Það skipt­ir miklu máli að við vönd­um vel til verka, þetta eru mik­il tíma­mót og mik­il­vægt að við sjálf­stæðis­menn séum sam­stíga í því verk­efni að end­ur­heimta for­ystu flokks­ins í þjóðmál­un­um.“

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er fyr­ir­hugaður í fe­brú­ar en skipt­ar skoðanir eru meðal flokks­manna hvort fresta eigi fund­in­um. Þó nokkr­ir sjálf­stæðis­menn hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð og er Guðlaug­ur Þór þeirra á meðal.

mbl.is