Dregur í efa sjálfbærni sjávarútvegsins

Sæmundur Ólason gerir athugasemdir við fullyrðingar SFS um sjálfbærni og …
Sæmundur Ólason gerir athugasemdir við fullyrðingar SFS um sjálfbærni og veiðigjöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er von mín að fólk í land­inu kynni sér þessi mál og láti ekki SFS klík­una telja sér trú um að allt sé í lagi. Mín trú er að flest all­ir stofn­ar við landið séu of­veidd­ir og ef ekk­ert verður gert mun á end­an­um lítið annað enn minn­is­varðar um vit­leys­una standa eft­ir. Til dæm­is frysti­hús Sam­herja á Dal­vík verði fyr­ir­taks miðasölu­skúr fyr­ir hvala­skoðun,“ seg­ir Sæmund­ur Ólason.

Hann ger­ir mikl­ar at­huga­semd­ir við þá sýn sem Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lýsti í pistli í síðustu viku. Þar ræddi hún meðal an­an­rs veiðigjöld og strand­veiðar og er óhætt að segja að pist­ill­inn hafi vakið mik­il viðbrögð.

Sæmund­ur ger­ir at­huga­semd­ir við full­yrðing­ar um sjálf­bærni afla­marks­kerf­is­ins.

„Und­an­far­inn fjöru­tíu ár höf­um við Íslend­ing­ar stýrt veiðum við landið með afla­marks­kerfi. Fórn­ar­kostnaður þess hef­ur verið mik­ill og í mörg­um til­vik­um órétt­læt­an­leg­ur. Notk­un kyrr­stæðra veiðarfæra hef­ur minnkað á kostnað dreg­inna veiðarfæra. Það get­ur ekki tal­ist já­kvætt fyr­ir kol­efn­is­sporið þar sem dreg­in veiðarfæri nota mörg­um sinn­um meiri orku en kyrr­stæð, það er óum­deilt.“

Hann set­ur einnig út á staðhæf­ing­ar um ótví­ræðan ár­ang­ur fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins og seg­ir staða fiski­stofna tala sínu máli. „Get­ur það tal­ist al­mennt gott að ganga það nærri ákveðnum stofn­um að veiðar hafa verið stöðvaðar eða eru bara sem meðafli ann­ara veiða?“

Máli sínu til stuðnings bend­ir Sæmund­ur á stöðu humars, út­haf­skarfa, hörpu­skel, rækju, skötu­sels, lúðu, hlýra, loðnu, skráp­flúru og blálöngu. „Auk þessa eru fleiri teg­und­ir þar sem út­hlutað afla­mark hef­ur ekki náðst árum sam­an, ufsi, skar­koli. Jafn­framt er ólík­legt að mak­ríl­veiðar verði stundaðar af Íslend­ing­um næstu árin alla­vega lítið inn­an land­helg­inn­ar. Ef þessi upp­taln­ing mín er dæmi um mikla sjálf­bærni þá er jörðin flöt.“

Í eng­um vafa um hvað „rétt­látt“ er

Að mati Sæ­mund­ar er ekki hægt að ræða þessi mál við tals­menn SFS ef þeir finna ekk­ert að því sem þeirra fé­lags­menn stunda.

„Hvernig væri að opna á þann mögu­leika að sumt í þeirra gjörðum orki tví­mæl­is til dæm­is eins og að veiða loðnu með flot­vörpu? Eða þá staðreynd að mik­ill hluti fiskj­ar sem verður á vegi botn­dreg­inna veiðarfæra lend­ir und­ir þeim og drepst. Rann­sókn­ir sem hafa verið gerðar sína allt að 50% ligg­ur eft­ir á botn­in­um dauður. Reikna má með að SEXTÍU ÞÚSUND tonn af þorski drep­ist þannig á ári hverju, mætti gera ágæt­is strand­veiði pott úr því magni.“

Hann full­yrðir að rann­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar frá 2022 styðji við þessa full­yrðingu.

Vík­ur sæmund­ur næst máli sínu að veiðigjöld­um og þeirri gagn­rýni sem heyrst hef­ur á orðanotk­un­ina „rétt­lát“ veiðigjöld. Hafði Heiðrún Lind meðal ann­ars spurt Er þriðjung­ur af af-komu í fisk­veiðum rétt­lát skatt­lagn­ing eða vill ríkið meira og þá með öðrum og nei­kvæðari áhrif­um? Er rétt­látt að fórna blóm­legri fjár­fest­ingu í auk­inni verðmæta­sköp­un til að fá til skamms tíma hærra auðlinda­gjald

Sæmund­ur seg­ir ekki flókið að skilja hug­takið rétt­lát gjöld. „Rétt­látt gjald er það sem menn eru fús­ir til að greiða fyr­ir aðgang að auðlind­inni. Minni á að tvenn sam­tök í sjáv­ar­út­vegi hafa gert rík­is­vald­inu til­boð í tutt­ugu þúsund tonn af þorski og vilja greiða fimm sinn­um hærra gjald en SFS greiddi á síðasta ári.“

mbl.is