„Maður verður svo kærulaus í þessum hita“

Þórdís Björk er gift tónlistarmanninum Júlí Heiðari.
Þórdís Björk er gift tónlistarmanninum Júlí Heiðari. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir setti inn bráðfyndið mynd­skeið á TikT­ok af því þegar þau systkin­in gáfu for­eldr­um sín­um verk eft­ir lista­mann­inn Leif Ými Eyj­ólfs­son í jóla­gjöf með áletr­un­inni „maður verður svo kæru­laus í þess­um hita“.

Text­inn á verk­inu vís­ar í setn­ingu sem móðir henn­ar, Aðal­heiður Braga­dótt­ir, lét gjarn­an út úr sér í fjöl­skyldu­fríi á Ítal­íu á síðasta ári eft­ir að hafa fengið sér aðeins í tánna, en Þór­dís var dug­leg að deila frí­inu með fylgj­end­um sín­um á TikT­ok.

Nú þegar eru kom­in tæp­lega hundrað þúsund áhorf á mynd­skeiðið sem hún deildi 29. des­em­ber og viðbrögð fylgj­enda ansi góð. 

Mynd­skeiðið sem á að snú­ast um húm­or­inn á bakvið gjöf­ina breyt­ir fljótt um takt þegar at­hygl­in bein­ist að ömmu Þór­dís­ar sem á erfitt með að skilja verkið og text­ann. Henni er meira annt um að halda upp á borðann sem var bund­inn um pakk­ann og hneyksl­ast á að Aðal­heiður skuli hafa klippt hann.

Eft­ir að hafa gefið verk­inu gaum spyr hún hvar mynd­in sé, hvort hún sé aft­an á verk­inu en miss­ir svo fljótt áhug­ann og bein­ir at­hygl­inni að leik sem fjöl­skyld­an var að byrja á.

mbl.is