Myndskeið: Eyddu tundurduflinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Séraðgerðasveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur eytt tund­ur­dufl­inu sem kom í land með fiski­skip­inu Björg EA á Ak­ur­eyri í gær, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar.

    Greint var frá því í gær að fisk­vinnslu­hús Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga var rýmt skömmu eft­ir há­degi í vegna tund­ur­dufls sem kom í veiðarfæri tog­ar­ans Bjarg­ar EA. Fékk tog­ar­inn duflið í síðasta holi veiðiferðar­inn­ar en í fyrstu taldi áhöfn­in að um gamla tunnu væri að ræða.

    Fram kem­ur í færslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar að tund­ur­duflið sem var um 150 kíló hafi í gær verið flutt af hafn­ar­svæðinu og komið fyr­ir á ör­uggi dýpi í Eyjaf­irði. „Aðgerðir lög­reglu og Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru um­fangs­mikl­ar og loka þurfti hluta hafn­ar­svæðis­ins. Dufl­inu var komið fyr­ir á hafs­botni en ákveðið var að eyða því við birt­ingu,“ seg­ir í færsl­unni.

    Í morg­un fór síðan séraðgerðasveit­in ásamt með björg­un­ar­sveitar­fólki úr Súl­um að staðnum þar sem dufl­inu hafði verið komið fyr­ir í gær­kvöld og und­ir­bjó eyðingu þess. „Kafað var að tund­ur­dufl­inu og það svo sprengt laust fyr­ir klukk­an eitt í dag.“

    Land­helg­is­gæsl­an seg­ir aðgerðina hafa gengið afar vel og þakk­ar hún lög­reglu og björg­un­ar­sveit­inni Súl­um fyr­ir gott og ár­ang­urs­ríkt sam­starf.

    „Þá hvet­ur Land­helg­is­gæsl­an áhafn­ir skipa eða báta að hafa sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar ef þær verða var­ar við tor­kenni­lega hluti sem kunna að koma í veiðarfær­in svo ganga megi úr skugga um að eng­in hætta sé til staðar,“ seg­ir í færsl­unni.

    Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurdufli í Eyjafirði í dag í samstarfi …
    Séraðgerðarsveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar eyddi tund­ur­dufli í Eyjaf­irði í dag í sam­starfi við björg­un­ar­sveit­ina Súl­ur. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
    Tundurduflið var um 150 kíló.
    Tund­ur­duflið var um 150 kíló. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
    Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
    Kafað var að duflinu og komið fyrir sprengjuefni til að …
    Kafað var að dufl­inu og komið fyr­ir sprengju­efni til að eyða því. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an




    mbl.is