Óásættanlegt að taka atvinnu af öðrum

Árni Sverrisson formaður Félags skipstjórnarmanna og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður …
Árni Sverrisson formaður Félags skipstjórnarmanna og Pálmi Gauti Hjörleifsson varaformaður telja óeðlilegt að hafa störf af sjómönnum á skipum og bátum og færa strandveiðisjómönnum. Samsett mynd

Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, og Pálmi Gauti Hjör­leifs­son vara­formaður segja óeðli­legt að all­ur fiski­skipa­flot­inn þurfi að sæta kvóta­skerðing­um á meðan strand­veiðisjó­menn þurfi ekki að verða fyr­ir slíku og með því hafi at­vinnu af fé­lags­mönn­um þeirra og annarra sem nú hafa heils­árs­störf í sjáv­ar­út­vegi. Jafn­framt ef­ast þeir um að strand­veiðarn­ar skili þjóðarbú­inu jafn miklu og aðrar veiðar.

„Fé­lag skip­stjórn­ar­manna get­ur aldrei annað en staðið gegn aukn­ingu á kvóta eða fjölg­un daga til strand­veiða, strand­veiðar verða að sitja við sama borð og aðrir, óá­sætt­an­legt er að taka meiri veiðiheim­ild­ir af öðrum og flytja til strand­veiðisjó­manna,“ segja þeir í yf­ir­lýs­ingu send 200 míl­um.

„Þegar það er sam­drátt­ur í þorski og öðrum teg­und­um þá verða all­ir að taka þátt í þeim niður­skurði, þannig hef­ur það ekki verið með strand­veiðisjó­menn, þeir hafa ekki orðið fyr­ir niður­skurði, þvert á móti hef­ur hlut­fall til strand­veiða af heild­arpotti verið aukið. Hér þarf að sýna skyn­semi og sann­girni og all­ir verða að sitja við sama borð, það geng­ur ekki að hafa daga­kerfi óháð fjölda báta, óháð heild­arafla sem veiða má á hverju fisk­veiðiári. Það geng­ur ekki að taka veiðiheim­ild­ir (at­vinnu) af fé­lags­mönn­um okk­ar og færa til ann­ara sum­ar­starfs­manna,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Sjómenn að störfum.
Sjó­menn að störf­um. mbl.is/Þ​or­geir

Ríf­lega 20 þúsund tonn

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins var greint frá því að rík­is­stjórn­in myndi tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga nú strax í sum­ar. Yf­ir­lýs­ing­unni hef­ur ým­ist verið mætt með fögnuði og gagn­rýni.

Árni og Pálmi Gauti telja að spur­ja þurfi hvað það raun­veru­lega þýði að strand­veiðibát­um verði tryggðir 48 dag­ar.

„Hvað þýðir það á manna­máli? Jú vænt­an­lega mun strand­veiði flot­inn stækka, í fyrra voru bát­arn­ir 759, það er lík­legt að þeir verði enn fleiri á næstu vertíð. Í smíðum eru nú bát­ar sem kosta allt að 40 til 60 millj­ón­ir, svo menn eru stór­huga. Í fyrra var heim­ilt að veiða í 48 daga, há­marks­afli í pott­in­um var 10.000 tonn af þorski, en bætt var við 2.000 tonn­um, heild­ar­veiðin varð 12.665 tonn. Veiðar voru stöðvaðar eft­ir 34 veiðidaga þann 16. júlí, afl­inn var nán­ast all­ur þorsk­ur. Lík­legt er að strand­veiðiflot­inn verði stærri nú í ár en í fyrra, þannig að ef hver bát­ur fær að veiða sama magn og áður í 48 daga, þá er lík­legt að afl­inn verði á bil­inu 15 til 20.000 tonn af þorski, jafn­vel meiri, þar sem lík­legt er að bát­arn­ir verði fleiri í ár en í fyrra.“

Strand­veiðifisk­ur­inn seld­ur óunn­inn

„Margoft hef­ur því verið haldið fram að afli strand­veiðibáta skipti engu máli, að það sé ekki hægt að of­veiða fisk á hand­færi, að afli strand­veiðibáta skipti engu máli í heild­ar mynd­inni. Að hafn­irn­ar verði full­ar af lífi og allt blómstri svo mikið við þess­ar veiðar, mik­il róm­an­tík eins og marg­ir segja,“ segja þeir og spur­ja hvað verði um strand­veiðiafla.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá hag­stofu ís­lands þá eykst út­flutn­ing­ur á óunn­um fiski frá Íslandi yfir strand­veiði tíma­bilið, sem dæmi var út­flutn­ing­ur á heil­um þorski 956 tonn í apríl 2024, en fyrsta mánuð strand­veiða var út­flutn­ing­ur­inn 1.632 tonn, í júní 1.223 tonn, í júlí 1.494 tonn, í ág­úst 698 tonn, en strand­veiðar voru stöðvaðar 16. Júlí 2024. Strand­veiðiafl­inn er ekki all­ur unn­inn í þess­um höfn­um út um allt land eins og marg­ir kannski halda, hon­um er keyrt frá höfn­un­um á næsta fisk­markað og í fram­hald­inu að hluta sett­ur í gáma til vinnslu í öðru landi.“

Segj­ast þeir árni og Pálmi Gauti velta fyr­ir sér hvort stjórn­völd hafi skoðað skatt­spor strand­veiða og lagt mat á hver af­koma rík­is og sveit­ar­fé­laga sé af veiðunum.

„Hver er af­koma strand­veiði einka­hluta­fé­laga? Hverj­ir stunda strand­veiðar? Hver er tekju­skatt­ur og út­svar strand­veiðisjó­manna? Hver er kostnaður sam­fé­lags­ins af þess­um veiðum? Hver er ol­íu­notk­un á veitt kg af fiski? Er offjár­fest­ing í strand­veiðum, vegna allt of margra at­vinnu­tækja að sækja þenn­an fisk? Hvað vilj­um við að strand­veiðibát­ar veiði hátt hlut­fall af þorskafl­an­um? Hvenær er nóg nóg, 10, 20 eða 30 pró­sent? Vilj­um við snúa við úr þeirri hagræðingu sem orðið hef­ur í sjáv­ar­út­vegi yfir í óhagræði? Hvaða at­vinnuþróun vilj­um við? Eða vilj­um við að kvót­inn skili sam­fé­lag­inu sem mest­um tekj­um og ekki síður, ör­ugg­um störf­um allt árið í kring?“

Tryggja föst vel launuð störf

Formaður­inn og vara­formaður­inn benda á að 20 þúsund tonn er meiri þorskkvóti en Brim hf. og Síld­ar­vinnsl­an hf. eru með sam­an­lagt, en Brim er með um það bil 12 þúsund tonna þorskkvóta og Síld­ar­vinnsl­an 4.500 tonn.

„Hjá þess­um fyr­ir­tækj­um hef­ur fólk vinnu allt árið, eða þannig var það áður fyrr, en síðustu ár hafa næst­um all­ar stærstu út­gerðirn­ar þurft að stöðva fisk­vinnsl­urn­ar vegna hrá­efn­is­skorts. Er það bara allt í lagi að minnka vinnu hjá öðrum til að færa til ann­ara? Er í lagi að færa fisk­vinnslu úr landi? Þess­ar strand­veiðar eru ekk­ert annað en til­færsla á at­vinnu frá at­vinnu­sjó­mönn­um og fisk­verka­fólki til sum­arsjó­manna (strand­veiðar eru eingung­is fjóra mánuði á ári) og til starfs­fólk í fisk­vinnsl­um er­lend­is.“

Þá spur­ja þeir hvaða hlut­verki sjáv­ar­út­veg­ur­inn eigi að gegna í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Vilj­um við að hann skili sem mest­um út­flutn­ings­verðmæt­um og gjald­eyris­tekj­um? Vilj­um við há­marka nýt­ingu og verðmæti þess afla sem berst á land með aukn­um fjár­fest­ing­um í frek­ari tækni og fram­förum sem Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur borið uppi síðustu ár? Vilj­um við halda áfram að tryggja föst vel launuð störf allt árið um kring, eða vilj­um við fara til baka, með óhagræði, offjár­fest­ing­ar og minni vinnslu afurða hér heima? Er það eft­ir­sókn­ar­verð þróun?“

mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Umræðan á villi­göt­um

Ef­ast þeir ekki að flest­ir séu sam­mála um að sjáv­ar­út­veg­ur­inn í dag sé vel rek­in, en deilt sé um upp­hæðir auðlinda­gjalda þar sem marg­ir vilja að grein­in skili enn meiri arði til sam­fé­lags­ins.

„Í lönd­un­um í kring­um okk­ur er sjáv­ar­út­veg­ur víðast hvar ekki sjálf­bær, hann er rík­is­styrkt­ur. Stund­um finnst manni umræðan um sjáv­ar­út­veg á villi­göt­um, að fólki finn­ist að sjáv­ar­út­veg­ur eigi að vera illa rek­inn, ekki megi heyr­ast að fyr­ir­tæk­in skili hagnaði af veiðum og vinnslu sjáv­ar­af­urða.“

„Umræða um sjáv­ar­út­veg er því miður oft á villi­göt­um, orðræðan hjá mörg­um er þannig að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in svindli, steli og arðræni þjóðina. Þannig er það auðvitað ekki, en erfitt er að koma rétt­um upp­lýs­ing­um til þjóðar­inn­ar vegna sér­hags­muna­hópa eins og strand­veiðisjó­manna sem marg­ir nota hvert tæki­færi til að koma fram með gíf­ur­yrði og rang­færsl­ur, saka út­gerðir um að stela af þjóðinni og fara illa með auðlind­ina,“ segja þeir.

Árni og Pálmi Gauti segja marga strand­veiðisjó­menn rakka niður sjó­menn sem vinna hjá stærri út­gerðum. „Segja þá ganga er­inda út­gerðar­inn­ar eins og skó­svein­ar, en á sama tíma skjóta þeir niður dróna fiski­stofu sem sam­kvæmt lög­um á að hafa eft­ir­lit með veiðum á þjó­ar­auðlind okk­ar. Það hef­ur gengið svo langt að formaður hags­muna­fé­lags smá­báta­sjó­manna hef­ur stigið fram og rétt­lætt þenn­an gjörn­ing. Hvað geng­ur mönn­um til? Hafa menn eitt­hvað að fela? Hvernig er hægt að rétt­læta lög­brot fyr­ir al­menn­ingi sem þetta og á sama tíma níða skó­inn af öðrum og saka þá um slæma um­gengn?“

Rétt er að geta þess að sá er skaut að dróna Fiski­stofu var ekki á strand­veiðum, en formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda sagði sam­tali við Fiskifrétt­ir að hann myndi sjálf­ur ekki hika við að skjóta á dróna stofn­un­ar­inn­ar.

Upp­fært kl 14:02 – Árni og Pálmi Gauti létu orð falla sem mætti skilja þannig að strand­veiðisjó­menn hefðu skotið á dróna Fiski­stofu. At­vikið átti sér stað í nóv­em­ber og var ekki um bát á strand­veiðum að ræða enda eng­ar strand­veiðar á þeim árs­tíma, þó var um smá­bát að ræða.

mbl.is