Hærra gjald gæti leitt til lokana

Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, telur mikla aukningu veiðigjalda verða …
Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, telur mikla aukningu veiðigjalda verða til þess að grípa þurfi til mikillar hagræðingar í rekstri. Samsett mynd

Verða hug­mynd­ir um mikla hækk­un veiðigjalds að veru­leika kann það að leiða til þess að fækka þurfi skip­um og loka fisk­vinnsl­um, að sögn Friðbjörns Ásbjörns­son­ar fram­kvæmda­stjóra FISK Sea­food á Sauðár­króki.

Í pistli sem birt­ur var ný­verið á vef út­gerðar­inn­ar seg­ir hann: „Um­tals­verð hækk­un auðlinda­gjalds­ins er yf­ir­lýst mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það kall­ar óhjá­kvæmi­lega á enn frek­ari hagræðingu í veiðum og vinnslu út­gerðar­inn­ar.“

Veiðigjöld hækkuðu um ára­mót­in í sam­ræmi við ákvæði laga, en þau taka mið af af­komu veiða aft­ur í tíma. Ný rík­is­stjórn hef­ur hins veg­ar mælt fyr­ir „rétt­lát­um au­linda­gjöld­um“ sem flest­ir túlka sem að rík­is­sjóðir fái stærri hlut­deild í af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins.

Verð haldi ekki í við hækk­an­ir

Friðbjörn vek­ur at­hygli á því að verðlag á Íslandi hafi hækkað mikið á síðustu árum og þar með einnig rekstr­ar­kostnaður FISK Sea­food. Hins veg­ar hafi verð sjáv­ar­af­urða á mörkuðum í Evr­ópu ekki mætt þeim hækk­un­um.

„Í lang­an tíma hef­ur verðið sem við fáum á Evr­ópu­markaði fyr­ir fryst­an þorsk og aðrar afurðir okk­ar ekki ein­ung­is staðið í stað held­ur lækkað tals­vert síðustu miss­er­in. Viðskipta­vin­ir okk­ar á Evr­ópu­markaði, versl­an­ir, veit­ingastaðir, mötu­neyti o.s.frv. láta sér hækk­un aðfanga á Íslandi í léttu rúmi liggja og sama gild­ir um heims­markaðinn.“

Þess­ir þætt­ir hafa átt stór­an þátt í að fram­legð rekst­urs sam­stæðu FISK Sea­food hafi á síðasta ári ekki verið meira en um rúm­ir tveir millj­arðar króna, en hún var um þrír millj­arðar árin tvö á und­an.

„Miðað við óbreytt­ar veiðar á þessu ári verða auðlinda­gjöld FISK Sea­food um 700 millj­ón­ir króna eða u.þ.b. tvær millj­ón­ir króna á dag,“ seg­ir hann.

„Ef stjórn­völd seil­ast of langt í þess­um fyr­ir­huguðu hækk­un­um gæti hagræðing­in í ein­hverj­um til­fell­um snú­ist um að fækka skip­um og loka fisk­vinnsl­um. Slík­ur sam­drátt­ur myndi snerta dag­legt líf og af­komu fjöl­margra sjáv­arþorpa og bæj­ar­fé­laga.“

Lýstu áhyggj­um

Friðbjörn er ekki fyrsti stjórn­andi út­gerðar sem var­ar mið mik­illi hækk­un veiðigjalda og hafa meðal ann­ars þeir Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­un­anr hf. og Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar sagt lítið svig­rúm til hækk­ana.

„Þegar rætt er um rétt­lát auðlinda­gjöld þarf hins veg­ar að hafa í huga hvernig staðan er í dag bæði hér á landi og hjá sam­keppn­isaðilum okk­ar er­lend­is. Það ligg­ur fyr­ir að kol­efn­is­gjöld, sem ekki eru til staðar í sum­um sam­keppn­islönd­um okk­ar í sjáv­ar­út­vegi, eru að hækka mikið um ára­mót­in. Orku­kostnaður hef­ur sömu­leiðis rokið upp á ár­inu og um­hverf­i­s­væn raf­orka er af skorn­um skammti. Þá ligg­ur fyr­ir að veiðigjöld á upp­sjáv­ar­fisk munu marg­fald­ast um ára­mót­in,“ sagði Gunnþór í ára­móta­kveðju sinni.

mbl.is