Snæfellsjökull getur gosið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:53
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:53
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Snæ­fells­jök­ull gæti vaknað af dvala og gosið. Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðing­ur sem bend­ir á að 30 til 40 gos séu þekkt í eld­stöðinni.

Þor­vald­ur er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni og ræðir meðal ann­ars jarðhrær­ing­ar í Ljósu­fjöll­um sem vart hef­ur orðið við á und­an­förn­um miss­er­um.

Hann er gest­ur þátt­ar­ins ásamt Ein­ari Erni Ólafs­syni, for­stjóra Play.

Orðaskipt­in um Snæ­fells­jök­ul má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Rétt staðsetn­ing fyr­ir flug­völl?

Ég var nú talsmaður þess að flytja alþjóðaflug­völl­inn upp á Mýr­ar, ég er gam­all Borg­nes­ing­ur og vil því um­svif­in sem mest þar. Ég held að EIn­ar Svein­björns­son hafi sagt að það væri ör­ugg­ast að vera í Búðar­dal eða inni í Döl­um. Nú eru Ljósu­fjöll að vakna, ég spyr í fullri al­vöru, er ein­hver hætta sem gæti stafað af jarðhrær­ing­um þar eða er þetta allt fjarri manna­byggð og þannig í sniðum að menn geti andað ró­lega?

„Nei, menn verða aðeins að hugsa um þetta vegna þess að ef við horf­um bara á hvernig eld­virkn­in hef­ur verið á Snæ­fellsnes­inu þá er þetta þannig að menn eru með gos sem eru fyrst og fremst hraungos. Þau eru svona á stærðargráðunni það sem við höf­um verið að sjá á Reykja­nes­inu og ívið stærri og þessi hraun hafa flætt uppund­ir 10 til 15 kíló­metra frá upp­tök­um og þar á meðal eru nokkr­ir gíg­ar sem við þekkj­um frá því rétt fyr­ir land­nám og eins eft­ir land­nám. Þess­ir eru rétt fyr­ir ofan Mýr­arn­ar og þetta eru hraun sem ná al­veg þarna niður eft­ir. Og við verðum að hugsa um þetta ef við erum að hugsa um Mýr­arn­ar sem fram­kvæmda­svæði fyr­ir flug­völl. Ef við erum að hugsa um stað sem eru lengst frá eld­virk­um stöðum og hef­ur nægi­lega mikið svæði og pláss þá eru það Eg­ilsstaðir.“

Snæfellsjökull er ekki kulnuð eldstöð eins og Þorvaldur bendir á.
Snæ­fells­jök­ull er ekki kulnuð eld­stöð eins og Þor­vald­ur bend­ir á. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kon­ung­ur­inn gæti rumskað

Gæti Snæ­fells­jök­ull rumskað?

„Hann get­ur rumskað og á Snæ­fellsnes­inu eru senni­lega að minnsta kosti nærri 100 gos síðan jökla leysti og þar af eru 40-50 í Snæ­fells­jökli og þrjú stór sprengigos.

Það er það sem mig lang­ar að spyrja, ef þú ert und­ir jökli þá er hætt við sprengigosi?

„Það er fyrst og fremst vegna þess að það er súr kvika. Þetta er semsagt ríó­lít og það er miklu meira gas í því og það eru miklu öfl­ugri sprengigos og Snæ­fells­jök­ull hef­ur búið til þrjú svo­leiðis og slík­um gos­um get­ur bæði fylgt mikið gjósku­fall og það sem við köll­um gjóskuflóð.“

Þorvaldur Þórðarson og Einar Örn Ólafsson eru gestir Spursmála að …
Þor­vald­ur Þórðar­son og Ein­ar Örn Ólafs­son eru gest­ir Spurs­mála að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Ekki bara gos held­ur einnig skjálft­ar

Ein­ar nefn­ir Suður­landið. Við erum með þess­ar risa­eld­stöðvar ekki svo fjarri okk­ur þar í jökl­un­um. Við erum að sjá Bárðarbungu skjálfa og Kötlu og hvað þetta allt heit­ir. Erum við að fara að horfa upp á ein­hvern risaviðburð tengd­an þess­um eld­stöðvum á kom­andi árum?

„Það held ég nú ekki. Ég hef litl­ar áhyggj­ur af Bárðarbungu í sjálfu sér því við höf­um í raun eng­an vitn­is­b­urð um að Bárðarbunga hafi gosið frá því að jökla leysti. Það get­ur vel verið að hún hafi gert það, ég ætla ekki að full­yrða neitt um það en við höf­um eng­an áreiðan­leg­an vitn­is­b­urð um það. Það hef­ur gosið á Veiðivatna­svæðinu og þar hafa orðið stór hraungos og það stærsta náði al­veg niður á Suður­landsund­ir­lendið en ég ef­ast um að við fáum annað slík í ná­inni framtíð. Auðvitað get­ur Hekla gosið og því fylg­ir gjósku­fall. Þannig að flug­völl­ur á Suður­landi, t.d. fyr­ir ofan Stokks­eyri hann get­ur nátt­úru­lega orðið fyr­ir áhrif­um af gjósku­falli en það eru mjög litl­ar lík­ur á að hann myndi verða fyr­ir hraun­flæði og þess hátt­ar. Það get­ur líka hrist dá­lítið. Við vit­um nátt­úru­lega að það ligg­ur skjálfta­belti og þar koma skjálft­ar upp í 6 og jafn­vel upp í 7 eða 7,5 og hann myndi hrista dá­lítið upp í öllu sam­an,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Viðtalið við Þor­vald Þórðar­son má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan. Ein­ar Örn Ólafs­sonm, for­stjóri Play er sömu­leiðis gest­ur þátt­ar­ins.

mbl.is