Settu velferð býflugnanna í forgang

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Borg­ar­yf­ir­völd höfnuðu beiðni íbúa í Voga­byggð um breyt­ing­ar á skipu­lagi til að tryggja viðgang bý­flugna og annarra dýra í hverf­inu. Var því eins farið með íbú­ana í Árk­sóg­um 7?

    Þess­ari spurn­ingu er varpað fram í viðtali á vett­vangi Spurs­mála þar sem Ólöf Örvars­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar sit­ur fyr­ir svör­um vegna hneyksl­is­ins sem birt­ist í risa­stóru iðnaðar­húsi sem risið er ör­fáa metra frá íbúðabyggð í Árskóg­um 7.

    Bý­flug­urn­ar, blóm­in, egg­in og hæn­an

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Ég ætla að taka eitt dæmi úr Voga­byggðinni þar sem verið er að reisa glæsi­legt íbúðahverfi. Þar hafa verið mjög strang­ar kvaðir. Íbúar á jarðhæðum hafa óskað eft­ir því að séraf­notareit­ir séu þess eðlis að þeir geti notað þá 10 fer­metra undri pall en þar hafa verið þær kvaðir að helm­ing­ur­inn sé und­ir grænni torfu og þar af sé einn berj­ar­unni inni á svæðinu. MEnn óskuðu eft­ir því að breyta þessu af því að þetta væri allt á bak við tré­veggi og sæ­ist ekki frá götu­mynd­inni. En þið bara höfnuðuð þessu eins og hverju öðru röfli í fólki. Ég er hérna með eina litla mynd, að því er ég held frétt af Vísi, sem sýn­ir þetta. Þarna virðist þið vera reiðubú­in að taka slag við fólk um minni­hátt­ar­mál sem hafa eng­in áhrif nema á þá íbúa sem eru að biðja um breyt­ing­arn­ar en svo rís þarna 11.000 fer­metra gíma­ld, nán­ast inni á svöl­un­um hjá fólki.

    Ólöf Örvarsdóttir er gestur Spursmála að þessu sinni.
    Ólöf Örvars­dótt­ir er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Margt fór úr­skeiðis

    „Ég held að málið þarna sé þegar við erum að skipu­leggja nýtt hverfi, iðnaðar­hverfi eins og við gerðum með Voga­byggðina að þá er verið að huga að svo mörgu. Og þarna er hið frá­bæra úti­vist­ar­svæði við Elliðaár­dal­inn sem verður mikið notað af íbú­un­um og svo erum við með stefnu sem heit­ir líf­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki. Þetta hljóm­ar asna­lega en þetta er samt ótrú­lega mik­il­vægt þannig að ein­hversstaðar geti flug­ur og dýr og annað lifað inni á þétt­ing­ar­reit­um því það er bara grund­völl­ur svo margs. Þannig að það var verið að tryggja það að það væri ein­hver gróður sem myndi þræða sig í gegn­um hverfið. Af því að fólk hef­ur þenn­an tend­ens að búa til pall og hafa þetta viðhalds­laust þannig að bara að blóm og bý­flug­ur myndu lifa af því það er bara grund­vall­ar­atriði fyr­ir lífið.“

    Þannig að þið huguðuð að bý­flug­um en ekki að íbú­un­um hjá Bú­seta.

    „Já ég vissi að þú mynd­ir segja þetta. Ég held að það sem þarna er að flækj­ast fyr­ir mál­inu öllu er eggið og hæn­an. ÞEssi heim­ild, þessi ákveðna starf­semi, þessi pæl­ing með þessa at­vinnu­starf­semi er búin að vera svo lengi og svo verða þess­ar ít­rekuðu breyt­ing­ar þar sem verið er að laga þetta fram og til baka. Á meðan ger­ist þetta og þegar ég skoða þessi gögn, sem ég er búin að gera, ég er ekki með þessi gögn frá degi til dags, því ég er bara sviðsstjóri og þú get­ur líka fengið mig hingað til þess að ræða sorp­hirðu eða snjómokst­ur. En þegar ég skoða þessi gögn þá er eitt­hvað með það, og það sést á bygg­ing­unni sjálfri og nú ætla ég bara að vera ein­læg. Það er eins og þetta sé ekki sett í sam­hengi. Við erum orðin vön þessu skipu­lagi sem er þarna og Bú­seta­hús­in eru ekki einu sinni skrifuð inn á af­stöðumynd­ina held­ur er veg­ur­inn, stofn­braut­in og allt þetta um­hverfi teiknað og svo kass­inn sjálf­ur. Það hef­ur bara verið verið að breyta deili­skipu­lagi fyr­ir Bú­seta og horft á það svæði og svo er breytt fyr­ir skemm­una aft­ur og í staðinn fyr­ir að taka bara svæðið sam­an sem hefðu verið betri vinnu­brögð, þó það sé ekk­ert í form­inu sem er rangt við það, þú mátt breyta deili­skipu­lagi á lóðabasis, en við hefðum bara þurft að skoða þetta í sam­hengi,“ seg­ir Ólöf.

    Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Vogum í Reykjavík …
    Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað í Vog­um í Reykja­vík á síðustu árum. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

    Er bygg­ing­in eins og ál­verið í Straums­vík?

    En þarna var lengst af ekki hug­mynd­in að vera með skemmu með kjötvinnslu og hvaðeina, í fjórðungi eða þriðjungi húss­ins. Þarna var hug­mynd­in að yrði, eins og íbú­um var kynnt að þarna yrði ým­is­kon­ar fjöl­breytt versl­un og þjón­usta. Þarna var á tíma­bili hug­mynd að bílaum­boðið Hekla kæmi og þá hefðu menn verið með glæsi­bif­reiðar í stór­um glugg­um frá Volkswagen og Audi og hvað þetta heit­ir allt sam­an. Það er al­gjör eðlis­mun­ur á því sem íbú­um var kynnt hvað þetta varðar og síðan að fara í að því er virðist risa­stórt vöru­hús, þarna er kjötvinnsla og ég verð að viður­kenna því ég ek fram­hjá þessu húsi á hverj­um ein­asta degi að ég fæ sömu til­finn­ingu við akst­ur­inn fram hjá því og þegar ég ek fram­hjá ál­ver­inu í Straums­vík. Það er dá­lítið sér­stakt inni á þessu viðkvæma svæði þar sem verið er að reisa hús­næði árið 2024.

    Líkt prent­smiðju­húsi Mogg­ans?

    „En það er kannski ekki það óhefðbundið þegar þú horf­ir á að þetta er um­ferðarþyngsta stof­næð borg­ar­inn­ar, þú ert með Smiðju­veg­inn með öllu sínu at­vinnu­hús­næði. Þú ert með prent­smiðjuna þína hér við hliðina sem er kannski ekki ósvipuð að ein­hverj­um hluta.“

    Hún er stór­glæsi­leg. Hún er með sér­stakri klæðningu sem sindr­ar á í kvöld­sól­inni. Það ger­ir það ekki með þetta hús þótt það sjá­ist frá tungl­inu.

    „Mér finnst raun­ar frá stofn­braut­inni að þetta sleppi ágæt­lega en mér finnst þetta ekki í lagi gagn­vart Bú­seta­í­búðunum. Við höf­um átt frá­bært sam­starf við Bú­seta í Reykja­vík og mun­um eiga áfram og við mun­um finna ein­hverja leið til að laga þetta.“

    Viðtalið við Ólöfu má nálg­ast í heild sinni hér:

    mbl.is