Sökuð um „dívustæla“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Macy Gray tekur …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Macy Gray tekur þátt í hæfileikakeppninni. Hún keppti í þriðju þáttaröð áströlsku útgáfunnar og tíundu þáttaröð þeirra bandarísku. Skjáskot/Youtube

Banda­ríska söng­kon­an Macy Gray, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn með lag­inu I Try árið 1999, þolir illa að tapa ef marka má fram­komu henn­ar í hæfi­leikaþætt­in­um Masked Sin­ger á laug­ar­dags­kvöldið.

Gray, ein af tólf þátt­tak­end­um í sjöttu þáttaröð bresku út­gáfu þátt­anna, stór­móðgaðist þegar dóm­nefnd þátt­ar­ins, sem þau Mo Gilli­g­an, Dav­ina McCall, Maya Jama og Jon­ath­an Ross skipa, til­kynnti henni að hún væri úr leik og á heim­leið.

Söng­kon­an, sem keppti í gervi frosk­dýrs, kvaddi sviðið án þess að taka af sér grím­una og af­hjúpa sig, en keppn­in geng­ur út á það að kom­ast að því hver er und­ir grím­unni.

Gray, sem hef­ur svo sann­ar­lega munað fíf­il sinn feg­urri, mætti aft­ur á svið um það klukku­tíma síðar og svipti þá hul­unni af sjálfri sér. Hún ræddi stutt­lega við kynni þátt­ar­ins en svaraði hon­um með hálf­gerðum dóna­skap.

Mynd­skeið af at­vik­inu hef­ur vakið mikla at­hygli um heim all­an og hafa marg­ir sakað söng­kon­una um „dívu­stæla“.

mbl.is