Tekur stöðu flokksins alvarlega og útilokar ekkert

Elliði hefur verið orðaður við formannsframboð.
Elliði hefur verið orðaður við formannsframboð. mbl.is/Kristófer Liljar

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, kveðst ekki ætla láta sitt eft­ir liggja í þeirri viðspyrnu sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stefn­ir að. Spurður hvort að hann íhugi nú fram­boð í for­yst­una seg­ir hann að all­ir lands­fund­arfar­ar séu til kjörs. 

Þetta kem­ur fram í sam­tali hans við mbl.is. 

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um í há­deg­inu að breyta ekki dag­setn­ingu lands­fund­ar flokks­ins. Fer hann því fram dag­ana 28. fe­brú­ar til 2. mars.

Mæt­ir á lands­fund 

Elliði hef­ur verið orðaður við fram­boð í Sjálf­stæðis­flokkn­um og þá hef­ur verið nefnt for­manns­fram­boð, vara­for­manns­fram­boð eða rit­ara­fram­boð í því sam­hengi.

Spurður hvort að hann íhugi nú fram­boð í eitt­hvert þess­ara embætta seg­ir hann:

„Hug­ur minn hef­ur hingað til ekki staðið til flokks­legra embætta. Ég tek þó stöðu flokks­ins al­var­lega og mun ekki láta mitt eft­ir liggja í þeirri viðspyrnu sem við sjálf­stæðis­fólk stefn­um nú að. Ég mun mæta á lands­fund og þar eru all­ir fund­ar­menn í fram­boði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina