Lýsa áhyggjum af áformum ríkisstjórnar

Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Ráðið lýsir í bókun áhyggjum …
Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Ráðið lýsir í bókun áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar og biður um samráð við sjávarbyggðir og útgerðir.

Bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar lýs­ir áhyggj­um af áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda og áhrif­um af boðuðum breyt­ing­um á strand­veiðikerf­inu. Skor­ar bæj­ar­ráð á stjórn­völd að hefja sam­ráð við út­gerðir, sveit­ar­fé­lög og aðra hags­munaaðila. Jafn­framt er lagt til að stjórn­völd láti fram­kvæma mat á áhrif­um fyr­ir­hugaðra breyt­inga.

Þetta kem­ur fram í sér­stakri bók­un bæj­ar­ráðs um „óvissu í sjáv­ar­út­vegi“ sem finna má í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðsfund­ar sem hald­inn var í gær.

„Bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um vegna óvissu sem nú rík­ir í sjáv­ar­út­vegi í kjöl­far boðaðra hækk­ana á veiðigjöld­um, einkum á upp­sjáv­ar­veiðar, ásamt þeim áhrif­um sem boðuð aukn­ing á kvóta til strand­veiða kem­ur til með að hafa á aðra kvóta. Fjarðabyggð er sveit­ar­fé­lag sem bygg­ir að stór­um hluta á sjáv­ar­út­vegi og óvíða kem­ur meiri afli á land en þar og vel­gengni grein­ar­inn­ar er und­ir­staða efna­hags­legr­ar og fé­lags­legr­ar stöðu sam­fé­lags­ins,“ seg­ir í bók­un­inni.

Nes­kaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fá­skrúðsfjörður, Stöðvar­fjörður, Mjóifjörður og Breiðdals­vík til­heyra sveit­ar­fé­lag­inu Fjarðabyggð.

Miklum afla er landað í sveitarfélaginu og er sjávarútvegurinn meðal …
Mikl­um afla er landað í sveit­ar­fé­lag­inu og er sjáv­ar­út­veg­ur­inn meðal helstu at­vinnu­grein­um á svæðinu. mbl.is/​Al­bert Kemp

Bæt­ist Fjarðabyggð með þessu í hóp fjölda aðila sem hafa lýst áhyggj­um af áform­um stjórn­valda und­an­farn­ar vik­ur. Má þarf nefna for­stöðumenn Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­mana­n­eyj­um, FISK Sea­food, Síld­ar­vinnsl­unn­ar og fleiri aðila.

Strand­veiðisjó­menn hafa þó á sama tima fagnað áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga.

Af­leiðing­ar fyr­ir sveit­ar­fé­lagið

Full­yrt er að hækk­un veiðigjalda mun auka kostnað út­gerða á Aust­fjörðum ofan á um­tals­verðar hækk­an­ir sem urðu um ára­mót­in og veikja þannig fjár­hags­lega getu þeirra. Hækk­un­in kem­ur einnig á tíma þegar óstöðug­leiki rík­ir í grein­inni og er vísað m.a. til loðnu­brests, skerðinga á raf­orku og óvissu um markaðsaðstæður.

„Fyr­ir­séð er að slík­ar hækk­an­ir muni bitna á fjár­fest­ing­um fyr­ir­tækja, draga úr af­komu þeirra og veikja sam­keppn­is­stöðu þeirra á alþjóðamörkuðum. Þess­ar aðstæður hafa einnig af­leidd áhrif á at­vinnu­stig og tekj­ur sam­fé­lags­ins sem þegar hafa dreg­ist sam­an veru­lega vegna loðnu­brests á liðnu ári. Hef­ur það haft veru­leg áhrif á tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins Fjarðabyggðar eins og víðar um land,“ seg­ir í bók­un bæj­ar­ráðs

Skora á stjórn­völd

Skor­ar bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar á stjórn­völd að „hefja sam­tal við út­gerðir, sveit­ar­fé­lög og aðra hags­munaaðila sem byggja á sjáv­ar­út­vegi til að eyða óvissu og kynna áform sín á mál­efna­leg­an og skýr­an hátt.“

Auk þess er biðlað til stjórn­valda um að fram­kvæma grein­ingu á áhrif­um boðaðra breyt­inga á rekst­ur fyr­ir­tækja og sam­fé­lög sem byggja af­komu sína á sjáv­ar­út­vegi.

„Með þessu móti má tryggja að ákv­arðanir um sjáv­ar­út­veg styðji við sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda, efna­hags­leg­an stöðug­leika og byggðaþróun í sam­fé­lög­um eins og Fjarðabyggð. Bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar legg­ur því ríka áherslu á nauðsyn þess að stjórn­völd bregðist við með ábyrg­um hætti og hefji sam­talið. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er enn ein af grunnstoðum sam­fé­lags­ins hér á landi og að henni þarf að hlúa en ekki veikja.“

mbl.is