Óvinirnir verða utan veggja Laugardalshallar

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið orðuð við formannsframboð.
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið orðuð við formannsframboð. mbl.is/Óttar

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, úti­lok­ar ekki for­manns­fram­boð á kom­andi lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Laug­ar­dals­höll í lok fe­brú­ar. Hún úti­lok­ar held­ur ekki fram­boð í önn­ur embætti í for­ystu flokks­ins.

Þetta kem­ur fram í sam­tali Guðrún­ar við mbl.is. 

„Það sem skipt­ir mestu máli á kom­andi lands­fundi er að sjálf­stæðis­menn komi sam­an og brýni er­indi sitt við al­menn­ing í land­inu. Óvin­ir Sjálf­stæðis­flokks­ins, þeir sem tala fyr­ir hærri skött­um og minna frelsi fyr­ir fjöl­skyld­ur, vinn­andi fólk og fyr­ir­tæki verða all­ir utan veggja Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar. Hvort ég bjóði mig fram til for­manns eða ekki er ekki rétt spurn­ing á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Guðrún. 

Útil­ok­ar ekki for­manns­fram­boð

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um gær að breyta ekki dag­setn­ingu lands­fund­ar flokks­ins. Fer hann því fram dag­ana 28. fe­brú­ar til 2. mars.

Guðrún kveðst hafa fengið mikla hvatn­ingu um að bjóða sig fram til for­manns og er þakk­lát fyr­ir það.

„Ég hef óbilandi trú á framtíð flokks­ins og ís­lensku sam­fé­lagi. Ég tek áskor­un­um af æðru­leysi og úti­loka ekki for­manns­fram­boð. Ég mun fyrst og fremst gera það sem ég tel vera flokkn­um fyr­ir bestu,“ seg­ir hún. 

Ekki mik­ill tími til stefnu

Kem­ur til greina að þú bjóðir þig fram í eitt­hvað annað embætti í for­yst­unni, vara­formann eða rit­ara?

„Það kem­ur auðvitað allt til greina en ég ít­reka það sem ég sagði hér áðan,“ svar­ar Guðrún. 

Ef þú hef­ur ekki tekið ákvörðun, hvenær má þá vænta henn­ar?

„Það er ekki mik­ill tími til stefnu en það verður að fá að koma í ljós,“ svar­ar hún. 

mbl.is