Drake fer í hart gegn Kendrick Lamar

Hinn bandaríski Kendrick Lamar Duckworth og kanadíski Aubrey Drake Graham …
Hinn bandaríski Kendrick Lamar Duckworth og kanadíski Aubrey Drake Graham hafa lengi eldað saman grátt silfur. Samsett mynd

Kanadíski rapp­ar­inn Dra­ke hef­ur höfðað mál á hend­ur plötu­út­gáfu­fyr­ir­tæk­is­ins Uni­versal Music Group (UMG). Dra­ke sak­ar fyr­ir­tækið um ærumeiðing­ar og áreitni vegna lags banda­ríska rapp­ar­ans Kendrick Lam­ar, Not Like Us, sem kom út í fyrra. 

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Rapp­ar­arn­ir eru tveir þekkt­ustu rapp­ar­ar heims en á síðasta ári áttu þeir í harðvítug­um deil­um í bundnu máli þar sem þeir báru hvor ann­an þung­um sök­um.

Í lag­inu Not Like Us sak­ar Lam­ar Dra­ke um barn­aníð. 

Snýr ekki að Lam­ar

Í dóms­skjöl­um sem voru lögð fram í New York-borg í dag sökuðu lög­fræðing­ar Dra­kes UMG fyr­ir að hafa staðið að her­ferð við að gefa út slag­ara sem inni­hélt falsk­ar staðhæf­ing­ar um að Dra­ke væri barn­aníðing­ur. 

UMG hef­ur ekki brugðist við kær­unni. 

Sam­kvæmt lög­fræðing­um Dra­ke snú­ast mála­ferl­in ekki að Lam­ar sjálf­um held­ur aðeins að út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu. 

Kær­an kem­ur sól­ar­hring eft­ir að Dra­ke dró aðra til baka

Kær­an er gef­in út sól­ar­hring eft­ir að Dra­ke dró til baka kæru á hend­ur UMG og Spotify þar sem hann sakaði fyr­ir­tæk­in um að hafa unnið sam­an að því að auka spil­an­ir á Not Like Us á kostnað tón­list­ar hans.

UMG neitaði því al­farið að hafa unnið með Spotify til að auka spil­un lags­ins. Sagði fyr­ir­tækið að ásak­an­irn­ar væru móðgandi og að aðdá­end­ur taki sjálf­ir ákv­arðanir um hvaða tónlist þeir kjósi að hlusta á. 

Not Like Us var eitt vin­sæl­asta rapp­lag síðasta árs og má segja að lagið hafi bundið enda á rapp­deil­ur þeirra fé­laga. Það er til­nefnt til fimm verðlauna á ár­inu, þar á meðal sem lag árs­ins á Grammy-verðlauna­hátíðinni. 

mbl.is