Fyrstu skipin til loðnmælinga

Polar Ammassak lét frá bryggju um hálf þrjú síðdegis í …
Polar Ammassak lét frá bryggju um hálf þrjú síðdegis í dag. Skipið tekur þátt í vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Sigmund av Teigum

Vetr­ar­mæl­ing Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á loðnu­stofn­in­um er haf­in. Lét Barði NK frá bryggju í Nes­kaupstað klukk­an eitt síðdeg­is í dag og græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak um hálf þrjú stefna skip­in nú á miðin norðaust­ur af land­inu.

Rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son lét frá höfn í Hafnar­f­irði rétt fyr­ir átta í morg­un en hef­ur verið í Hval­f­irði þar sem fram fer kvörðun, sam­kvæmt skrán­ingu Mar­in­eTraffic. Taf­ir urðu á vetr­ar­mæl­ing­unni vegna viðgerða sem þurfti að gera á skip­inu og stóð til að þeim lyki síðastliðinn mánu­dag og að haldið yrði til loðnu­mæl­inga á þriðju­dag.

Einnig stend­ur til að Heima­ey VE taki þátt í leiðangr­in­um, en skipið hef­ur und­an­farið verið við bryggju á Þórs­höfn og hef­ur ekki lagt af stað er þetta er ritað.

Nokk­ur hætta er á að haf­ís trufli mæl­ing­ar norðvest­ur af land­inu. Greindi Veður­stofa Íslands frá því síðastliðinn mánu­dag að meg­in­ís­rönd á gervi­tungla­mynd mæld­ist í um 65 sjó­mílna fjar­lægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Vak­in var at­hygli á að ís­spang­ir og stak­ir jak­ar geta verið hand­an meg­in­lín­unn­ar nær landi.

Einnig get­ur veður og bræla haft áhrif á mæl­ing­ar en spáð vonsku­veðri kom­andi helgi.

Hægt er að fylgj­ast með ferðum skip­anna á gagn­virku korti Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hér fyr­ir neðan.

mbl.is