Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Ca­meron Diaz ljómaði á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Back in Acti­on sem fór fram í Berlín í Þýskalandi í gær­kvöldi.

Diaz var glæsi­leg til fara, klædd síðri svartri kápu og útvíðum galla­bux­um, og stillti sér upp á rauða dregl­in­um, sem var að vísu fjólu­blár á lit­inn, ásamt mót­leik­ara sín­um, Jamie Foxx, en þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem leik­kon­an gekk rauða dreg­il­inn.

Leik­kon­an, sem er best þekkt fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­um á borð við The Holi­day, Charlie’s Ang­els, The Mask, My Best Friends Wedd­ing og Th­ere’s Somet­hing About Mary, lagði leik­list­ina á hill­una fyr­ir nokkr­um árum síðan til að ein­beita sér að móður­hlut­verk­inu, en Diaz er gift tón­list­ar­mann­in­um Benji Madd­en, liðsmanni rokksveit­ar­inn­ar Good Char­lotte, og á með hon­um tvö ung börn, stúlku og dreng.

Foxx, sem lék með Diaz í kvik­mynd­un­um Any Gi­ven Sunday og Annie, sann­færði leik­kon­una um að snúa aft­ur í leik­list­ina eft­ir langt hlé til að leika á móti hon­um í gaman­has­ar­mynd­inni Back in Acti­on sem byrj­ar í sýn­ingu á streym­isveit­unni Net­flix á morg­un, föstu­dag.

Diaz, sem er 52 ára, er nú með nokk­ur kvik­mynda­verk­efni í bíg­erð, sam­kvæmt IMDb, og þar á meðal fimmtu teikni­mynd­ina um tröllið Shrek.

View this post on In­sta­gram

A post shared by E! News (@enews)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ca­meron Diaz (@ca­merondiaz)

mbl.is