„Við urðum örlítið varir við loðnu“

Þórhallur Jónsson skipstjóri á Gullver NS.
Þórhallur Jónsson skipstjóri á Gullver NS. mbl.is/Þorgeir

„Við urðum ör­lítið var­ir við loðnu í túrn­um. Við sáum eng­ar torf­ur en það ánetjaðist ein og ein loðna hjá okk­ur og svo sáum við eina og eina í fisk­in­um,” seg­ir Þór­hall­ur Jóns­son skip­stjóri á ís­fisk­tog­ar­an­um Gull­ver NS í færslu á vef Sild­ar­vinnsl­unn­ar.

Haf­rann­sókna­stofn­un gaf út ráðgjöf um að eng­ar loðnu­beiðar skyldu stundaðar þenn­an vet­ur­inn á grund­velli mæl­inga síðastliðið haust. Eru því bundn­ar mikl­ar von­ir við að vetr­ar­mæl­ing stofn­un­ar­inn­ar sem nú er rétt að byrja skili grund­velli til þess að end­ur­skoða ráðgjöf­ina.

Gull­ver landaði 106 tonn­um á Seyðis­firði í gær og grein­ir Þór­hall­ur frá túrn­um í færsl­unni.

„Túr­inn var frek­ar lang­ur, eða sex dag­ar. Það var frek­ar tregt víða þar sem við reynd­um. Afl­inn var mest þorsk­ur og ýsa og dá­lítið af karfa og ufsa með. Við byrjuðum á að fara vest­ur á Stokksnes­grunn og enduðum á Glett­ingi og það var víða þreifað þar á milli. Veður var upp og ofan. Það hafa ein­ung­is verið tvö eða þrjú skip fyr­ir aust­an land að und­an­förnu og þau hafa ekki hitt á mik­inn fisk,“ seg­ir hann.

Fram kem­ur að Gull­ver mun held­ur til veiða á ný á morg­un.

mbl.is