Hætti að tala yfir hausamótunum á kjósendum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:46
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:46
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er orðinn of mik­ill kerf­is­flokk­ur og end­ur­nýja þarf sam­talið við þjóðina. Þetta er mat Elliða Vign­is­son­ar. Seg­ir hann vanda Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­bæri­leg­an.

Hann er gest­ur nýj­asta þátt­ar Spurs­mála ásamt Magneu Gná Jó­hanns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Misst tengsl­in við kjós­end­ur

Seg­ir Elliði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi misst tengsl­in við kjós­end­ur og sé orðinn of mik­ill kerf­is­flokk­ur.

Vill hann ekki kenna frá­far­andi for­manni flokks­ins um það hvernig komið sé, hann er hins veg­ar á þeirri skoðun að nú sé tæki­færi til þess að snúa stöðunni við.

Elliði hef­ur sjálf­ur verið orðaður við mögu­legt for­manns­fram­boð í Sjálf­stæðis­flokkn­um en í viðtal­inu úti­lok­ar hann þann mögu­leika. Seg­ir hann nauðsyn­legt að formaður flokks­ins sé einnig alþing­ismaður.

Eng­inn boðið sig fram

Enn ligg­ur ekki fyr­ir hverj­ir munu etja kappi um for­manns­stól­inn á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fram fer í lok fe­brú­ar en þar hafa helst verið nefnd­ir alþing­is­menn­irn­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, sem bauð sig fram til for­manns árið 2022 en laut í lægra haldi fyr­ir sitj­andi for­manni, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Guðrún Haf­steins­dótt­ir og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður flokks­ins.

Þau hafa öll var­ist frétta um það hvort þau hygg­ist bjóða sig fram til for­mann­sembætt­is­ins.

Viðtalið við Elliða og Magneu má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

mbl.is