Loðnumæling tafðist er Árni leitaði í var

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sem var á leið til loðnumælinga snér …
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sem var á leið til loðnumælinga snér við og leitaði í var. (Mynd úr safni) Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Taf­ir urðu á loðnu­mæl­ingu rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar um helg­ina, en veðurfarið hef­ur ekki verið upp á marga fiska. Þurfti skipið að snúa við á suðvest­an­verðum Stranda­grunni sækja í var við Grænu­hlíð við fjarðarmynni Ísa­fjarðar­djúps.

Leiddi hvassviðri og bræla til þess að Árni Friðriks­son hélt sér þar all­an gær­dag og síðastliðna nótt, hélt hann áfram til norðurs um klukk­an sex í morg­un.

Vetr­ar­mæl­ing Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hef­ur þegar orðið fyr­ir töf­um vegna viðgerðar á Árna Friðriks­syni, og stefnt að því að hann yrði kom­inn á miðin fimmtu­dag eða föstu­dag í síðustu viku. Taf­irn­ar urðu þó aðeins lengri og lagði skipið ekki frá bryggju fyrr en um klukk­an átta síðastliðinn mánu­dag en hélt þá til Hval­fjarðar í kvörðun.

Árni Friðriks­son er nú norður af Horn­strönd­um og stefn­ir á að hefja mæl­ing­ar norður af land­inu. Veður virðist ætla að verða í lagi, en haf­ís gæti truflað vest­asta leit­ar­svæðið.

Eins og sjá má á ferli Árna Friðrikssonar þurfti skipið …
Eins og sjá má á ferli Árna Friðriks­son­ar þurfti skipið að snúa við og sótti í var við Grænu­hlíð. Skjá­skot

Eins og greint var frá í síðustu viku hélt Barði NK og græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak til mæl­inga upp úr há­degi 16. janú­ar og hófu þau leit norðaust­ur af land­inu og leita eft­ir skipu­lögðum leit­ar­lín­um aust­ur með land­inu í suðurátt. Eru þau núna stödd um það bil 70 sjó­míl­ur aust­ur af Bakka­flóa.

Enn sem komið er hef­ur Heima­ey VE ekki tekið þátt í leit­inni að loðnunni og bíður átekta í Þórs­höfn.

mbl.is