Felldi niður rannsókn á AF í annað sinn

Rannsókn á mögulegu lögbroti í tengslum við það er 3.500 …
Rannsókn á mögulegu lögbroti í tengslum við það er 3.500 laxar struku úr sjókví í Patreksfirði hefur verið felld niður í annað sinn. mbl.is/Ágúst Ingi

Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum felldi fyrr í þess­um mánuði niður rann­sókn á því hvort lög­brot leiddi til þess að eld­islax­ar sluppu úr kví­um fisk­eld­is­fé­lags­ins Arctic Fish í Pat­reks­firði ág­úst 2023. Ákvörðunin var tek­in með vís­an til 145. grein­ar í lög­um um meðferð saka­mála sem bend­ir til þess að embættið telji gögn máls­ins ekki nægi­leg eða lík­leg til þess að leiða til sak­fell­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Bæj­ar­ins Besta.

Þar er full­yrt að Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, hafi verið til rann­sókn­ar, nán­ar til tekið hvort hann bæri refsi­á­byrgð á því að fisk­ur slapp úr eldisk­vínni með því að van­rækja að til staðar væri nauðsyn­leg­ur um­búnaður við fisk­eldið.

Fjöldi laxa sluppu

Greint var frá því í ág­úst 2023 að tvö göt hefðu fund­ist á sjókví núm­er átta hjá Arctic Seafarm, dótt­ur­fé­lagi Arctic Fish, í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði. Í kvínni voru 72.522 fisk­ar og er talið að um 3.500 lax­ar haf­ir strokið.

Gripið var til um­fangs­mik­illa aðgerða til að end­ur­heimta fisk­inn og voru meðal ann­ars kallaðir út kafar­ar frá Nor­egi til að elta strokulax­ana uppi í ám. Fund­ust eld­islax­ar í ám víða um land.

Í kjöl­far at­viks­ins fór Mat­væla­stofn­un fram á op­in­bera rann­sókn á hugs­an­leg­um lög­brot­um Arctic Fish á lög­um um fisk­eldi.

Sept­em­ber 2023 upp­lýsti Helgi Jens­son, lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum, að kæra hefði verið lögð fram og að málið væri til meðferðar hjá embætt­inu. Í des­em­ber komst hins veg­ar embættið að þeirri niður­stöðu að ekki væri grund­völl­ur til að halda mál­inu áfram.

Rík­is­sak­sókn­ara barst í kjöl­farið 27 kær­ur vegna ákvörðunar lög­reglu­stjóra um að fella málið niður, meðal ann­ars frá Mat­væla­stofn­un.

Það var síðan í apríl á síðasta ári sem rík­is­sak­sókn­ari felldi úr gildi ákvörðun lög­reglu­stjór­ans og gerði hon­um að rann­saka málið, en sem fyrr seg­ir hef­ur lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum nú fellt málið niður á ný.

mbl.is