721 þúsund seiði drápust

Óvenju mikill kuldi hefur leitt til töluverðs laxadauða í eldi …
Óvenju mikill kuldi hefur leitt til töluverðs laxadauða í eldi Kaldvíkur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kald­vík hef­ur lækkað magn sem fé­lagið áætl­ar að verði fram­leidd á ár­inu um 14%, úr 25 þúsund tonn­um af eld­islaxi í 21.500 tonn. Ástæðan er óvenju mik­ill kuldi sem hef­ur haft veru­leg áhrif á heisluf­ar fiska í kví­um fé­lags­ins og dráp­ust meðal ann­ars 721 þúsund seiði sem áttu að fara í áframeldi í Fá­skrúðsfirði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Kald­vík­ur til kaup­hall­ar­inn­ar.

Fram­leiðsla næsta árs verður þó tlu­vert meiri en á síðasta ári, en þá nam hún 14.965 tonn­um sem er í sam­ræmi við áætl­un fé­lags­ins um 15 þúsund tonn.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að lægra hita­stig var á síðasta árs­fjórðungi 2024 en gert var ráð fyr­ir sem leiddi til dauða í 2023 ár­gangi vegna vetr­ara­sára, auk þess sem kuldi hamlaði vexti lax­ana. Greint er frá því að 2023 ár­gang­ur­inn er síðasti ár­gang­ur­inn sem hef­ur ekki verið bæði bólu­sett­ur með sér­stöku bólu­efni gegn kulda­sár­um – sem þróað var fyr­ir Kald­vík – og bólu­efni gegn ISA-veiru sem herjaði á eldi á Aust­fjörðum fyr­ir nokkr­um árum.

Þá hef­ur einnig verið þó nokkuð há dauðatíðni í tengsl­um við út­setn­ingu seiða á eld­is­svæðinu Ein­stiga í sunn­an­verðum Fá­skrúðsfirði. Upp­lýs­ir fé­lagið að lágt hita­stig og of­mett­un við flutn­ing seiðanna hafi leitt til þess að fjöldi þeirra drapst. Taln­ing var kom­in í 721 þúsund seiði í gær.

mbl.is