Sást til loðnu norður af Vestfjörðum

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður …
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kastaði á loðnu á leitarsvæði sínu norður af Vestfjörðum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

„Árni [Friðriks­son] var að kasta á loðnu, en það hef­ur verið lítið hjá Heima­ey,“ upp­lýs­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í sam­tali við 200 míl­ur spurður hvort hafi sést til loðnu á miðunum norður af land­inu. Árni hef­ur verið á miðunum norður af Vest­fjörðum.

„Ég get ekk­ert sagt um magnið,“ seg­ir hann, en þó finn­ist loðna er ekki víst að hún sé í nægi­legu magni til að rétt­læta end­ur­skoðun ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um enga loðnu­veiði þenn­an vet­ur­inn.

Guðmund­ur kveðst ánægður með gang leiðang­urs­ins. „Þetta geng­ur ágæt­lega þessa dag­ana eft­ir að veður slotaði. Við erum að von­ast til þess að ná að klára mæl­ing­ar á megn­inu af leit­ar­svæðinu fyr­ir helgi.“

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudn­ur Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann seg­ir græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak ljúka sinni yf­ir­ferð aust­ur af land­inu á morg­un og að Barði NK, sem var á mæl­ing­um á aust­ur­miðum, hafi lokið sín­um hluta og sé á leið á miðin norður. Þar mun Barði aðstoða Heima­ey VE við að ljúka yf­ir­ferð á norður­svæðinu.

Barði og Pol­ar Ammassak voru fyrstu skip­in sem héldu til mæl­inga og lögðu þau frá bryggju í Nes­kaupstað 16. janú­ar. Fundu þau loðnu aust­ur af land­inu í vik­unni en ekk­ert er gefið upp um magn. Fiskifrétt­ir hafði eft­ir skip­stjór­um skip­anna tveggja að loðnan hafi verið stór og fín.

Ráðgjöf í næstu viku?

Guðmund­ur seg­ir flest benda til þess að tak­ist að fara yfir allt leit­ar­svæði leiðang­urs­ins.

„Árni [Friðriks­son] á svo­lítið eft­ir á Vest­fjarðarmiðum, það dregst kannski aðeins fram í næstu viku. Við von­um að vera kom­in með ein­hverja ráðgjöf í kring­um þar næstu helgi, en það fer eft­ir veðri og fleiru og verður bara að koma í ljós.“

Er ein­hver haf­ís sem trufl­ar yf­ir­ferð Árna Friðriks­son­ar?

„Nei, það er óvenju lítið af haf­ís og mun því lítið sme ekk­ert trufla í þetta sinn. Það verður fyr­ir vikið mun stærra svæði held­ur en jafn­an er sem við náum að fara yfir þar, sem er bara hið besta mál.“

mbl.is