Fagna ákvörðun lögreglustjórans

Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segist ánægður með ákvörðun …
Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segist ánægður með ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að fella niður sakamálarannsókn í tengslum við strok laxa úr kvíum félagsins 2023. Ljósmynd/Arctic Fish

„Við erum ánægð með að ákvörðun lög­regl­unn­ar um að hætta rann­sókn­inni sé í sam­ræmi við vænt­ing­ar okk­ar. Þetta gef­ur okk­ur tæki­færi til að loka þess­um kafla og ein­beita okk­ur að áfram­hald­andi vinnu að sjálf­bærri laxa­fram­leiðslu,“ seg­ir Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, í Morg­un­blaðinu í dag.

Greint var frá því á þriðju­dag að lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hefði fyrr í mánuðinum ákveðið að fella niður saka­mál­a­rann­sókn í tengsl­um við slysaslepp­ingu úr kví Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst 2023, er um 3.500 lax­ar struku út um tvö göt sem höfðu mynd­ast. Er þetta í annað sinn sem málið er fellt niður.

Til skoðunar var hvort Stein Ove bæri refsi­á­byrgð á því að fisk­ur slapp úr kví fé­lags­ins með því að van­rækja að til staðar væri nauðsyn­leg­ur um­búnaður við fisk­eldið, en ákvörðun lög­reglu­stjór­ans var tek­in með vís­an til 145. grein­ar í lög­um um meðferð saka­mála sem bend­ir til þess að embættið hafi talið gögn máls­ins ekki nægi­leg eða lík­leg til þess að leiða til sak­fell­ing­ar.

Gripu til aðgerða

„Eft­ir at­vikið í ág­úst 2023 fór­um við í ít­ar­lega út­tekt og hóf­um aðgerðir sem bæði styrkja starf­semi okk­ar og draga úr hættu í framtíðinni,“ svar­ar Stein Ove, spurður hvað hafi verið gert hjá fé­lag­inu til að koma í veg fyr­ir sam­bæri­legt at­vik í framtíðinni.

Hann seg­ir að gripið hafi verið til fleiri aðgerða í þessu sam­hengi og bend­ir m.a. á að fóður­dreifara sem stuðlaði að því að gat myndaðist á kvínni hafi verið skipt út, skoðun­ar­ferl­ar á kví­um hafi verið upp­færðir og fylg­ir því tíðari skoðanir og hraðari eft­ir­fylgni, auk þess sem mennt­un og þjálf­un allra starfs­manna hafi verið efld.

Stein Ove seg­ir einnig aukna áherslu lagða á að upp­færa og inn­leiða verklags­regl­ur reglu­lega. „Auk þess erum við stöðugt að meta tækninýj­ung­ar sem geta stuðlað að því að bæta rekst­ur okk­ar enn frek­ar. Við lít­um á þenn­an viðburð sem tæki­færi til að læra og þró­ast, og okk­ur er mikið í mun að stöðugt hækka gæðaviðmiðin okk­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: