Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Loðna.
Loðna. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Allt virðist stefna í að eng­ar veiðar verði leyfðar á loðnu vet­ur­inn 2024-2025.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Seg­ir þar enn frem­ur að rann­sókn­ar­skip stofn­un­ar­inn­ar, Árni Friðriks­son, ásamt þrem­ur upp­sjáv­ar­veiðiskip­um, Heima­ey, Pol­ar Ammassak og Barða hafi verið við loðnu­mæl­ing­ar síðan 16. Janú­ar.

Hef­ur veður tafið fyr­ir mæl­ing­un­um að ein­hverju leyti en ekki haft telj­andi áhrif á niður­stöður. Eru mæl­ing­ar nú langt komn­ar og ein­ung­is mæl­ing­ar Árna Friðriks­son­ar úti af Vest­fjörðum sem eft­ir standa og munu þær klár­ast um eða eft­ir helgi.

Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 16.-24. janúar 2025.
Mynd 1. Yf­ir­ferð skipa í loðnu­mæl­ing­um dag­ana 16.-24. janú­ar 2025. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Tel­ur rétt að greina strax frá bráðabirgða niður­stöðum

„Þótt mæl­ing­um sé ekki lokið tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un rétt að greina strax frá bráðabirgða niður­stöðum mæl­ing­anna fram til 24. janú­ar. Fyr­ir aust­an land varð vart við full­orðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þétt­leika syðst (mynd 2). Einnig var full­orðin loðna norðvest­an til á at­hug­un­ar­svæðinu en nán­ast ekk­ert sást af henni fyr­ir Norður­landi.

Niður­stöður ber­máls­mæl­ing­anna sýna að heild­ar­magn full­orðinn­ar loðnu sem mynd­ar veiðistofn vertíðar­inn­ar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mæld­ist í sept­em­ber 2024. Það er því fyr­ir­séð að þess­ar mæl­ing­ar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að eng­ar veiðar verði leyfðar vet­ur­inn 2024/​2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Mynd 2. Leiðarlínur fjögra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum …
Mynd 2. Leiðarlín­ur fjögra skipa í loðnu­mæl­ingu í mis­mun­andi lit­um dag­ana 16.-23. janú­ar 2025 og þétt­leiki loðnu sam­kvæmt berg­máls­mæl­ing­um. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Ákvarðanir um frek­ari mæl­ing­ar liggja ekki fyr­ir

Þá er til­kynn­ing­in skrifuð með þeim fyr­ir­vara að mæl­ing­um sé ekki lokið fyr­ir vest­an land og er gert ráð fyr­ir að niður­stöður og sam­an­tekt alls leiðang­urs­ins gæti logið fyr­ir öðru hvor­um meg­in við næstu helgi.

„Ákvarðanir um frek­ari mæl­ing­ar liggja ekki fyr­ir enn sem komið er.“

mbl.is