Tillaga að 12 þúsund tonna eldi Geo Salmo

Fyrsti áfangi landeldisstöðvar Geo Salmo í Ölfusi mun framleiða 7.300 …
Fyrsti áfangi landeldisstöðvar Geo Salmo í Ölfusi mun framleiða 7.300 tonn af laxi á ári. Mynd/Geo Salmo

Mat­væla­stofn­un hef­ur unnið til­lögu að rekstr­ar­leyfi fyr­ir Geo Salmo hf. vegna land­eldi vest­an við Þor­láks­höfn. Leyfið heim­il­ar 12.160 tonna há­marks­líf­massa vegna seiða- og mat­fisk­eld­is á laxi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar vegna áformaðs lax­eld­is er fyrst og fremst lýst áhyggj­um af áhrif­um land­eld­is­stöðvar­inn­ar á grunn­vatn.

„Þar skipt­ir gríðar­miklu að fyr­ir allt sam­fé­lagið í Þor­láks­höfn og ná­grenni að aldrei komi til þess að aðgengi sam­fé­lags­ins að fersku neyslu­vatni verði stefnt í tví­sýnu. Skipu­lags­stofn­un tel­ur nokkra óvissu ríkja um áhrif starf­sem­inn­ar á grunn­vatn. En til að mæta þeirri óvissu þurfi að viðhafa mjög um­fangs­mikla vökt­un og skipta upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í áfanga þar sem áhrif hvers áfanga liggja fyr­ir áður en ráðist verður í þann næsta,“ seg­ir í álit­inu.

Sam­bæri­legt var að finna í áliti stofn­un­ar­inn­ar vegna upp­bygg­ing­ar Thors land­eldi ehf. á sama svæði, en til­laga að rekstr­ar­leyfi fyr­ir það fé­lag var aug­lýst í des­em­ber síðastliðnum. Er í því til­felli um að ræða leyfi með 13.150 tonna há­marks­líf­massa.

Kallað eft­ir sam­eig­in­legri vökt­un

Fram kem­ur í áliti vegna áforma Geo Salmo hf. að Skipu­lags­stofn­un telji nauðsyn­legt að tek­in verði upp sam­eig­in­leg vökt­un allra fyr­ir­tækja sem starfa á svæðinu vest­an Þor­láks­hafn­ar.

„Æskilegt er að sú vökt­un taki ekki ein­göngu til grunn­vatns held­ur að lág­marki einnig til áhrifa frá­veitu á strand­sjó og þess líf­rík­is sem þrífst við strönd­ina. Þau fyr­ir­tæki sem vinna grunn­vatn og/​eða eru með eig­in frá­veitu þurfa að taka þátt í slíku sam­starfi. Skipu­lags­stofn­un bend­ir á sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag í kring­um iðnaðarsvæðið á Grund­ar­tanga. Þar standa fyr­ir­tæk­in að um­fangs­mik­illi vökt­un sem er fram­kvæmd af ut­anaðkom­andi sér­fræðing­um sam­kvæmt um­hverf­is­vökt­un­ar­áætl­un,“ seg­ir í álit­inu.

Magnús Tumi Guðmunds­son pró­fess­or hef­ur meðal ann­ars vakið at­hygli á því að efla þurfi vökt­un á áhrif­um land­eld­is á grunn­vatn.

mbl.is