Sjálfstæðismenn víða á Suðurlandi skora á Guðrúnu

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum. mbl.is/Karítas

Fé­lag sjálf­stæðismanna í Ölfusi og sjálf­stæðis­fé­lag Reykja­nes­bæj­ar hvetja Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, þing­mann og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, til þess að bjóða sig fram til for­manns á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í fe­brú­ar.

„Sjálf­stæðis­fé­lagið Ægir [í Ölfusi] lýs­ir yfir stuðningi við Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur og hvet­ur hana til að bjóða sig fram til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi,“ seg­ir í stuðnings­yf­ir­lýs­ingu sem María Fortescue, rit­ari Ægis, sendi mbl.is um kl. 17 í dag.

Í álykt­un frá Sjálf­stæðis­fé­lagi Reykja­nes­bæj­ar sem var birt á Face­book á fimmtu­dag er einnig skorað á Guðrúnu. „Guðrún kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lensk stjórn­mál á síðasta kjör­tíma­bili og sem dóms­málaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákv­arðanir sem sum­um kunna að þykja um­deild­ar. Það er ná­kvæm­lega það sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf á þess­ari stundu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Fleiri sjálf­stæðis­fé­lög úr suður­kjör­dæmi, heima­kjör­dæmi Guðrún­ar, hafa hvatt hana til þess að bjóða sig fram, þar á meðal sjálf­stæðis­fé­lag Hvera­gerðis og sjálf­stæðis­fé­lög­in í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu.

Áslaug boðar til fund­ar

Guðrún hef­ur sér­stak­lega verið nefnd sem lík­leg­ur arftaki Bjarna Bene­dikts­son­ar ásamt Guðlaugi Þór Þórðar­syni og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur fyrr­ver­andi ráðherr­um.

Áslaug hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar á morg­un þar sem bú­ist er við því að hún til­kynni um fram­boð. Guðlaug­ur Þór sagði í sam­tali við Rúv í dag að til­kynn­ing væri vænt­an­leg frá sér. 

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, sem einnig hef­ur verið nefnd í þessu sam­bandi, úti­lokaði fram­boð á miðviku­dag.

mbl.is