Gagnrýnir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur harðlega

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:53
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:53
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

For­stjóri Lands­virkj­un­ar seg­ir að full­yrðing­ar starfs­manna Orku­veitu Reykja­vík­ur um að ekki væri þörf á frek­ari orku­öfl­un mjög baga­leg­ar. Stefnu­breyt­ing hafi orðið en enn starfi hjá fyr­ir­tæk­inu tals­menn þessa viðhorfs.

Full­yrðing­ar úr ranni fyr­ir­tæk­is­ins hafi reynst skaðleg­ar og gert hon­um og öðrum sem vöruðu við því að skort­ur á raf­orku væri yf­ir­vof­andi, erfitt fyr­ir.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Hörð Arn­ar­son á vett­vangi Spurs­mála. Gagn­rýni hans má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að ofan.

Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veit­unn­ar og Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar. mbl.is/​sam­sett mynd

Bein­ist meðal ann­ars að fyrr­ver­andi for­stjóra

Þegar hann er spurður hvort gagn­rýni hans sé einkum beint að Bjarna Bjarna­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Orku­veit­unn­ar, viður­kenn­ir hann að svo sé en að hjá fyr­ir­tæk­inu séu enn ein­stak­ling­ar sem haldið hafi fram sömu sjón­ar­miðum og for­stjór­inn fyrr­ver­andi.

Þá gagn­rýn­ir Hörður einnig fjöl­miðla sem ekki hafi spurt gagn­rýnna og réttra spurn­inga um það hvernig sam­fé­lagið hygðist mæta orkuþörf til fram­búðar.

mbl.is

Mikla at­hygli vakti þegar Bjarni hélt þessu fram, meðal ann­ars í viðtali í ViðskiptaMogg­an­um 2020. Voru ýms­ir sem fögnuðu yf­ir­lýs­ingu for­stjór­ans, meðal ann­ars Tryggvi Felix­son, formaður Land­vernd­ar sem sagði yf­ir­lýs­ing­una sæta mikl­um tíðind­um.

Það vakti ekki minni at­hygli í árs­byrj­un 2024 þegar til­kynnt var að fyrr­nefnd­ur Bjarni hefði tekið sæti í fagráði Land­vernd­ar. En þá var um hálft ár liðið frá því að hann hvarf úr for­stjóra­stóln­um hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Á þeim tíma sem hann gegndi starfi for­stjóra var Orku­veit­unni tals­vert legið á hálsi fyr­ir að draga lapp­irn­ar við frek­ari orku­öfl­un. Nú kveður hins veg­ar við ann­an tón og hef­ur Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, til­kynnt um stór­tæk virkj­ana­áform, meðal ann­ars í Ölfusi.

Viðtalið við Hörð má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is