Gagnrýndur fyrir óviðeigandi brandara

Timothée Chalamet.
Timothée Chalamet. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Timot­hée Chala­met, sem hlaut á dög­un­um til­nefn­ingu til Óskar­sverðlaun­anna fyr­ir túlk­un sína á tón­list­ar­mann­in­um Bob Dyl­an í kvik­mynd­inni A Complete Unknown, brá sér í hlut­verk gesta­stjórn­anda Sat­ur­day Nig­ht Live síðastliðið laug­ar­dags­kvöld.

Var þetta í þriðja sinn sem Chala­met stýr­ir hinum sí­vin­sæla gam­anþætti.

Frammistaða Chala­met vakti kátínu hjá viðstödd­um, ef marka má lófa­tak og hlátra­sköll sem heyra mátti úr sjón­varps­sal, en ein sena, þar sem Chala­met lék hóp­tímaþjálf­ara í bungee fit­n­ess, breytti þó and­rúms­loft­inu í saln­um á auga­bragði og fékk viðstadda til að taka and­köf og yggla sig.

Sen­an, sem nefn­ist Bungee, sýn­ir karakt­er Chala­met, þjálf­ara að nafni Nathaniel Latr­ine, biðja þátt­tak­end­ur í hóp­tíma um að herma eft­ir fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Jimmy Cart­er heitn­um, sem all­ir gera með því að hanga í belt­inu og þykj­ast vera látn­ir.

Chala­met hef­ur hlotið þó nokkra gagn­rýni fyr­ir sen­una, en fjöl­marg­ir hafa ritað at­huga­semd­ir und­ir Youtu­be-mynd­band af atriðinu.

„Ein­hver er á leið til hel­vít­is,“ sagði einn net­verji á meðan ann­ar skrifaði: „Þetta var fyndið al­veg þar til Jimmy Cart­er-setn­ing­in var sögð. Al­gjör­lega út í hött og því­lík óvirðing. Og já, ég er með góðan húm­or og elska þátt­inn en þetta var mjög illa gert og allt of snemmt...ég vona að fjöl­skylda hans hafi ekki séð þetta.“

Cart­er var 39. for­seti Banda­ríkj­anna og gegndi embætti á ár­un­um 1977 til 1981. Hann lést þann 29. des­em­ber síðastliðinn, 100 ára að aldri.  

mbl.is