„Það þarf auðvitað bara að leita betur“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir bráðabirgðaniðurstöður loðnumælingarinnar áfall.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir bráðabirgðaniðurstöður loðnumælingarinnar áfall. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta horf­ir ekki vel við og er auðvitað bara mikið áfall,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni í Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um, í Morg­un­blaðinu um helg­ina. Var hann innt­ur álits á niður­stöðum loðnu­mæl­inga sem gefa til­efni til að hugs­an­lega verði eng­ar loðnu­veiðar leyfðar í vet­ur eft­ir því sem Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur gefið út.

„Það þarf auðvitað bara að leita bet­ur, það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem loðna fynd­ist [við síðari leit]. Þeir fundu magn í haust sem var al­veg við það að geta gefið út kvóta, nú finna þeir tvo þriðju af því og það er auðvitað ekki gott.

Loðnan er auðvitað rosa­lega erfiður fisk­ur við að eiga, en þetta er rosa­legt áfall fyr­ir markaðinn, Asíu­markaður­inn er tóm­ur og það er ekki gott að vera með vöru sem er stund­um til og stund­um ekki,“ seg­ir Binni að skilnaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: