Ekki von á að mæling leiði til breytinga

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ólíklegt að áframhaldandi …
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ólíklegt að áframhaldandi loðnumæling Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar SU leiði til mikilla breytinga á fyrri niðurstöðum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

„Við eig­um ekki von á því að þessi mæl­ing muni leiða til veru­legra breyt­inga á niður­stöðum mæl­inga á stofn­in­um, en ef vel tekst til verða þær nýtt­ar í stofn­mat­inu og eins get­ur yf­ir­ferðin gefið upp­lýs­ing­ar eðli mæl­inga og hegðan loðnunn­ar,“ svar­ar Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, spurður um áfram­hald­andi loðnu­leit gæn­lenska skips­ins Pol­ar Ammassak og Aðal­steiðs jóns­son­ar SU.

Greint var frá því í Morg­un­blaðinu í dag að loðnu­út­gerðir binda enn von­ir við að loðna finn­ist í veiðan­legu magni, en bráðabirgðaniður­stöður vetr­ar­mæl­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem til­kynnt­ar voru fyr­ir helgi gáfu til kynna að ekki verður til­efni til að end­ur­skoða ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar um eng­ar veiðar þetta árið.

Guðmund­ur seg­ir fram­halds­mæl­ingu Pol­ar Ammassak og Aðal­steins Jóns­son­ar vera fram­kvæmda í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofn­un.

„Til­gang­ur­inn er fyrst og fremst að fá aðra mæl­ingu á meg­in­loðnu­göng­una fyr­ir suðaust­an og aust­an land. Þetta verður tvö­föld dekk­un og því má gera ráð fyr­ir að áreiðan­legri mynd fá­ist um magnið þarna með minni óvissu,“ út­skýr­ir hann.

Stofn­mat í næstu viku

„Það er áætlað að þess­ar mæl­ing­ar standi yfir fram á fimmtu­dag þess­ar­ar viku og það má því gera ráð fyr­ir ein­hverri seink­un á að end­an­legt stofn­mat liggi fyr­ir, eða eitt­hvað fram í næstu viku. Verði niðurstaða stofn­mats­ins í sam­ræmi við það sem við gáf­um út síðastliðinn föstu­dag, það er að segja að stærð veiðistofns­ins sé met­inn und­ir þeim mörk­um sem til þarf sam­kvæmt gild­andi afla­reglu, þá verður í raun eng­in end­ur­skoðuð ráðgjöf og sú fyrri gild­ir áfram,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann bend­ir þó á að gert sé ráð fyr­ir því að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son haldi til frek­ari loðnu­leit­ar í kring­um 10. fe­brú­ar. „At­hygl­in mun þá lík­leg­ast einkum bein­ast að norðvest­ur­miðunum og þá hvort meira af loðnu kunni að birt­ast þar sem teng­ist þá vestang­öngu.“

Sjald­an brest­ur tvö ár í röð

Ef ekki finn­ist loðna í nægi­legu magni til að rétt­læta veiðar þenn­an veur­inn verður þetta annað árið í röð sem loðnu­brest­ur verður. Hef­ur það veru­leg áhrif á byggðarlög­in þar sem loðnu er landað, auk þess hef­ur verið áætlað að loðnu­vertíð hafi veru­leg áhrif á hag­vöxt lands­ins í heild.

Loðnu­brest­ur varð síðast tvö ár í röð árin 2019 og 2020. Fyr­ir þann tíma hef­ur­aldrei gerst að verði loðnu­brest­ur tvö ár í röð, það er að segja frá upp­hafi loðnu­veiða Íslend­inga á sjö­unda áratr­ug síðustu ald­ar.

mbl.is