Makrílmálið fer fyrir Hæstarétt

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstirétt­ur hef­ur samþykkt að taka fyr­ir mál tveggja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja gegn ís­lenska rík­inu, en rík­inu var á fyrra dóm­stigi gert að greiða fyr­ir­tækj­un­um sam­tals um 600 millj­ón­ir í bæt­ur vegna tjóns sem þau urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta.

Um er að ræða mál sem sjö út­gerðarfé­lög höfðuðu upp­haf­lega gegn rík­inu árið 2019 og fóru fram á greiðslu skaðabóta upp á sam­tals 10,2 millj­arða.

Fimm fé­lag­anna féllu frá mála­rekstri á fyrri stig­um, en þar áttu í hlut fé­lög­in Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes. Hug­inn og Vinnslu­stöðin héldu mál­un­um hins veg­ar til streitu og báru að lok­um sig­ur úr být­um fyr­ir héraðsdómi. Vinnslu­stöðin festi kaup á Hug­in í fe­brú­ar 2021 á meðan á mál­sókn­inni stóð.

Upp­haf­lega byggðu út­gerðirn­ar kröf­ur sín­ar á því að ríkið væri skaðabóta­skylt, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvóta, ann­ars veg­ar árin 2011-2014 og hins veg­ar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um.

Héraðsdóm­ur dæmi að Hug­inn skyldi fá 329 millj­ón­ir í skaðabæt­ur auk vaxta og staðfesti Lands­rétt­ur þann dóm. Bæt­ur til Vinnslu­stöðvar­inn­ar voru hins veg­ar lækkaðar í Lands­rétti úr 515 millj­ón­um, auk vaxta, sem héraðsdóm­ur hafði dæmt niður í 269,5 millj­ón­ir.

Í dómi Lands­rétt­ar í máli Vinnslu­stöðvar­inn­ar seg­ir að kröf­ur út­gerðar­inn­ar fyr­ir árin 2011 og 2012 séu fyrnd­ar. Rík­inu sé þó skylt að greiða bæt­ur fyr­ir árin 2013 til 2018.

Sem fyrr seg­ir hef­ur Hæstirétt­ur nú samþykkt mál­skots­beiðnirn­ar. Leitaði ís­lenska ríkið leyf­is til áfrýj­un­ar í báðum mál­um, en Vinnslu­stöðin óskaði jafn­framt leyf­is til áfrýj­un­ar í sínu máli. Hug­inn lagðist hins veg­ar gegn beiðninni.

Í ákvörðun Hæsta­rétt­ar seg­ir að virt­um gögn­um máls­ins verði að líta svo á að „dóm­ur í því geti haft for­dæm­is­gildi meðal ann­ars um sönn­un­ar­færslu og ákvörðun fjár­tjóns. Beiðni um áfrýj­un­ar­leyfi er því samþykkt“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina