Pawel verði formaður utanríkismálanefndar

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/María Matthíasdóttir

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisn­ar, verður til­nefnd­ur af flokkn­um til að gegna for­mennsku ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Frá þessu grein­ir Pawel í færslu á Face­book þar sem fram kem­ur að ákvörðunin hafi verið upp­lýst á þing­flokks­fundi Viðreisn­ar í gær.

Ábyrgðar­mikið hlut­verk

„Það er ábyrgðar­mikið hlut­verk á þess­um um­brota­tím­um í ut­an­rík­is- og varn­ar­mál­um sem ég tel mig hafa reynslu til, eft­ir hart­nær ára­tug af virkri þátt­töku í stjórn­mál­um, í stjórn­lagaráði, á Alþingi og í borg­ar­stjórn.

Ég hlakka til að eiga gott sam­starf við alla þing­menn, í meiri­hluta sem minni­hluta: með þjóðar­hags­muni Íslands að leiðarljósi, öll­um stund­um,“ skrif­ar Pawel í færslu sinni. 

mbl.is