„Clark Kent“ handtekinn fyrir ölvunarakstur

Tom Welling.
Tom Welling. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Tom Well­ing, best þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sitt í þáttaröðinni Small­ville, var hand­tek­inn aðfaranótt þriðju­dags og ákærður fyr­ir að keyra und­ir áhrif­um áfeng­is.

Vef­miðill­inn TMZ greindi fyrst frá.

Well­ing var hand­tek­inn á bíla­stæði fyr­ir utan skyndi­bitastaðinn Arby’s í Yr­eka í Kali­forn­íu.

Vín­anda­magn í blóði leik­ar­ans mæld­ist 0,8 pró­mill.

Well­ing, sem er 47 ára, gift­ur og tveggja barna faðir, skaust upp á stjörnu­him­in­inn í þátt­un­um Small­ville sem sýnd­ir voru við mikl­ar vin­sæld­ir á ár­un­um 2001 til 2017. Well­ing fór með hlut­verk Clark Kent.

mbl.is