Skreyttu þjóðlegt borð í anda þorrans

Nöfnurnar Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir tóku sig …
Nöfnurnar Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir tóku sig til á dögnum og dekkuðu upp þjóðlegt og skemmtilegt þorraborð. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen

Nöfnurnar Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir elska fátt meira en að skreyta borð fyrir borðhald og sérstaklega fyrir alla viðburði sem tengjast þjóðlegum hefðum og siðum. Á dögunum stilltu þær upp glæsilegu þorraborði sem er með því þjóðlegra sem sést hefur.

Þær stöllur halda úti síðunni Skreytum borð á Instagram þar sem þær sýna frá alls konar borðskreytingum fyrir ýmis tilefni sem gaman er að skreyta fyrir.

„Við heyrum oft frá fólki sem segist ekki hafa þetta skreytinga-gen í sér en langar samt til að setjast niður við fallega skreytt borð sem hæfir tilefninu að hverju sinni. Það þarf auðvitað ekki að vera eitthvað sérstakt tilefni annað en að gæða sér á góðum mat við huggulegt og fallega skreytt borð,“ segir Anna Lísa.

Þarf ekki mikið til

„Það er líka alveg tilvalið þegar fjölskyldan sest niður saman að gera sem mest úr þeirri stund og nostra aðeins við matarborðið. Til að mynda er fallegt kertaljós nóg, það gerir stemninguna ávallt notalegri og svo er gaman að dekka borðið með fallegum servíettum, það þarf ekki alltaf mikið til.“

„Okkur fannst því tilvalið að stofna þessa síðu og deila með sem flestum þeim hugmyndum sem við fáum og vonandi eru einhver að nýta sér þær. Við reynum líka að nýta hluti og vera lausnamiðaðar svo ekki þurfi alltaf að kaupa allt nýtt. Eins erum við duglegar að kaupa fallega muni á nytjamörkuðum, en þar er oft miklar gersemar að finna. Þrátt fyrir að við höfum ekki verið lengi með þessa síðu þá má þar finna töluvert efni,“ bætir Anna Berglind við.

Borðskreytingar fyrir þorrann eru í jarðlitum sem og þorramaturinn.
Borðskreytingar fyrir þorrann eru í jarðlitum sem og þorramaturinn. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen

Skreyttu borð fyrir heimablót

„Núna síðustu daga höfum við verið að skreyta borð fyrir heimablót og næst verða það líklega skreytingar og hugmyndir sem hægt er að nýta sér fyrir fermingar. Hjá okkur er það hefð að fjölskyldur og vinirnir setjist saman niður við borð og blóti þorra og af því tilefni skreyttum við borðið með viðeigandi íslenskum munum sem við fundum í þetta skipti í Hekla Íslandi sem er einstaklega falleg verslun með íslenskri hönnun,“ segja þær stöllur samróma.

„Ásamt því sem við tíndum niður af hillum heima hjá okkur en það er ótrúlegt hvað maður finnur þegar maður fer að labba um húsið hjá sér og kíkja eftir einhverju sem getur passað við tilefnið. Við notuðum hvönn sem við tíndum úti við og fallega brotin servíetta getur fegrað heilmikið. Svo er maturinn í fallegum jarðlitum og er partur af því að gera borðið fallegt.

Við gerum það reyndar æ sjaldnar að leggja matinn á matarborðið því þá eru allir að teygja sig eða trufla sessunautinn til að sækja sér mat. Margir eru til dæmis með eyjur og er því svo þægilegt að stilla matnum fallega upp þar svo er bara að standa upp og fá sér ábót án þess að trufla alla við borðið. En í þetta skipti ákváðum við að hafa þorramatinn á borðinu, það passar svo vel við þemað,“ segir Anna Lísa að lokum. 

Hér má sjá myndbandið sem þær stöllur deildu með fylgjendum sínum.

Sjáið myndirnar!

 

Skúlptúrarnir með íslensku kindinni og forystusauðnum sóma sér vel á …
Skúlptúrarnir með íslensku kindinni og forystusauðnum sóma sér vel á þorraborðinu. Ljósmynd/ Anna Lísa Rasmussen
Hekla er löngu orðin þekkt fyrir lopapeysummynstrið í servíettunum sínum …
Hekla er löngu orðin þekkt fyrir lopapeysummynstrið í servíettunum sínum sem og kertum. Hér eru stöllurnar búnar að búa til skemmtilegt brot í servíettuna fyrir hnífapörin. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Falleg lýsing kemur frá kertunum eru afar þjóðleg, prýdd íslensku …
Falleg lýsing kemur frá kertunum eru afar þjóðleg, prýdd íslensku lopapeysunni og forystusauðurinn skartar sínu fegursta. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Krumminn er líka táknræn fyrir íslenska náttúru og dýralíf.
Krumminn er líka táknræn fyrir íslenska náttúru og dýralíf. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Þorramaturinn kemur vel út á þorraborðinu sem skreytt dýrunum úr …
Þorramaturinn kemur vel út á þorraborðinu sem skreytt dýrunum úr sveitinni og lopapeysumynstri í kertum og servíettum. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Íslenski hesturinn er skúlptúr hannaður af Heklu. Hann er glæsilegur …
Íslenski hesturinn er skúlptúr hannaður af Heklu. Hann er glæsilegur og passar vel inn í þemað. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Það verður að fylgja með íslenskt brennivín. Sniðug framsetning hér.
Það verður að fylgja með íslenskt brennivín. Sniðug framsetning hér. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Frumleg hugmynd að útbúa kramarhús og fylla með harðfisk. Þjóðlegt …
Frumleg hugmynd að útbúa kramarhús og fylla með harðfisk. Þjóðlegt og skemmtilegt. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Ekkert þorrahlaðborð án hákarls og krumminn fær að standa með …
Ekkert þorrahlaðborð án hákarls og krumminn fær að standa með hákarlinum. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Takið eftir hornunum.
Takið eftir hornunum. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
Hér kemur vel út að láta forystusauðinn standa að víðardisk.
Hér kemur vel út að láta forystusauðinn standa að víðardisk. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen
mbl.is