Þyngdi sig um 10 kíló fyrir hlutverk

Timothée Chalamet var meðal gesta á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun …
Timothée Chalamet var meðal gesta á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Amy Sussman/AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Timot­hée Chala­met þurfti að þyngja sig um tæp tíu kíló fyr­ir hlut­verk sitt í Óskarstil­nefndu kvik­mynd­inni A Complete Unknown. Chala­met fer með aðal­hlut­verkið í kvik­mynd­inni sem fjall­ar um líf og störf tón­list­ar­manns­ins og skálds­ins Bob Dyl­an.

Chala­met ræddi um und­ir­bún­ing­inn fyr­ir hlut­verkið í hlaðvarpsþætt­in­um All Things Consi­d­ered nú á dög­un­um.

„Ég vann vinn­una, bæði and­lega og lík­am­lega. En eitt sem ég hef ekki minnst á, ég þyngd­ist um tæp tíu kíló til að leika Dyl­an,” sagði leik­ar­inn. 

„Ég er grennri en Dyl­an, ef þú trú­ir því.“

Chala­met hef­ur fengið glimr­andi dóma fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni og hlaut á dög­un­um til­nefn­ingu til Óskar­sverðlaun­anna í flokkn­um besti leik­ari í aðal­hlut­verki. 

mbl.is