Blaðamaður Vogue gagnrýnir portrett af forsetafrúnni

Melania Trump á innsetningarhátíð Donald Trump þann 20. janúar síðastliðinn.
Melania Trump á innsetningarhátíð Donald Trump þann 20. janúar síðastliðinn. Ljósmynd/AFP

Hannah Jackson, blaðamaður hjá banda­ríska Vogue, er lítt hrif­in af svart­hvítri portrett­mynd af Mel­aniu Trump, for­setafrú Banda­ríkj­anna, ef marka má grein sem birt­ist í tísku­tíma­rit­inu á þriðju­dag.

Hvíta húsið birti á mánu­dag fyrstu op­in­beru mynd­ina af Trump síðan eig­inmaður henn­ar til 20 ára, Don­ald Trump, sór embættiseið sem for­seta Banda­ríkj­anna í byrj­un síðustu viku.

Í tíma­rits­grein­inni, sem ber titil­inn Mel­ania Trump Cosplays The App­rentice in Her Official White Hou­se Portrait, seg­ir Jackson að hin nýkrýnda for­setafrú líti frek­ar út eins og gesta­stjórn­andi í raun­veru­leikaþætt­in­um Lær­ling­ur­inn (e. The App­rentice), sem eig­inmaður henn­ar stýrði um ára­bil við mikl­ar vin­sæld­ir, frem­ur en for­setafrú.

„Hún horf­ir hvöss­um aug­um í mynda­vél­ina og virðist bíða spennt eft­ir að segja: „Þú ert rek­inn“, en það voru ein­kunn­ar­orð Trump í þátt­un­um.“

Jackson gagn­rýn­ir einnig fata­val for­setafrú­ar­inn­ar, sem er klædd í smók­ing frá ít­alska tísku­hús­inu Dolce & Gabb­ana og hvíta skyrtu á mynd­inni, og lík­ir henni við sjálf­stætt starf­andi töframann (e. freel­ance magician).

„Kannski ætti það ekki að koma á óvart að kona sem bjó eitt sinn í gullskreyttri þak­í­búð, hvers frami var svo inn­vinklaður í raun­veru­leika­sjón­varpi, neiti að láta af leik­ara­skapn­um, þrátt fyr­ir 248 ára gamla hefð,” skrif­ar Jackson.

Fyrr­ver­andi for­setafrúr Banda­ríkj­anna hafa flest­ar klæðst kjól­um eða pilsa­drögt­um á op­in­ber­um mynd­um af sér í gegn­um tíðina.

Hillary Cl­int­on, eig­in­kona Bill Cl­int­ons, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, breytti út af venj­unni og klædd­ist svartri dragt þegar hún sat fyr­ir hjá list­mál­ar­an­um Simmie Knox fyr­ir mál­verk af sér.

mbl.is