Enn fleiri hvetja Guðrúnu áfram

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­fé­lag Grinda­vík­ur hvet­ur Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, til þess að bjóða sig fram til for­manns flokks­ins á næsta lands­fundi.

Þetta seg­ir í álykt­un sem Sjálf­stæðis­fé­lag Grinda­vík­ur hef­ur sent til fjöl­miðla.

„Nú skipt­ir máli að sam­eina flokk­inn og telj­um við að reynsla Guðrún­ar úr at­vinnu­líf­inu nýt­ist flokks­starf­inu vel og hún geti styrkt stöðu flokks­ins á landsvísu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Fær stuðning frá mörg­um fé­lög­um

Sjálf­stæðis­fé­lagið bæt­ist þar í hóp með fleiri fé­lög­um en sjálf­stæðis­fé­lög­in í Árborg, fé­lag sjálf­stæðismanna í Ölfusi og Sjálf­stæðis­fé­lag Reykja­nes­bæj­ar hafa einnig skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til for­manns.

Fleiri sjálf­stæðis­fé­lög í Suður­kjör­dæmi, heima­kjör­dæmi Guðrún­ar, hafa einnig hvatt hana til að bjóða sig fram, þar á meðal Sjálf­stæðis­fé­lag Hvera­gerðis og sjálf­stæðis­fé­lög­in í Aust­ur-Skafta­fell­sýslu.

mbl.is