Metþátttaka landsmanna í samráðsgátt

Aldrei hafa fleiri umsagnir borist um eitt mál í samráðsgátt …
Aldrei hafa fleiri umsagnir borist um eitt mál í samráðsgátt stjórnvalda en gerðu fyrir verkefnið Verum hagsýn í rekstri ríkisins. mbl.is/Eyþór

Aldrei hafa fleiri um­sagn­ir borist um eitt mál í sam­ráðsgátt stjórn­valda en gerðu fyr­ir verk­efnið Ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins.

Met­fjöldi lands­manna tók þátt í verk­efn­inu og bár­ust alls 3.985 um­sagn­ir í sam­ráðsgátt, er sam­svar­ar um 0,7% þjóðar­inn­ar. Þá bár­ust um 800 um­sagn­ir á dag á fyrsta og öðrum degi, sem einnig er met.

Fjöldi umsagna almennings eftir dögum.
Fjöldi um­sagna al­menn­ings eft­ir dög­um. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Flest­ar um­sagn­ir bár­ust frá körl­um

Um­sagn­irn­ar bár­ust flest­ar frá ein­stak­ling­um en um 62 um­sagn­ir bár­ust frá fé­laga­sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um.

Tæp­lega 68% um­sagna er bár­ust frá ein­stak­ling­um komu frá körl­um, eða um 2.661, og rúm­lega 32% frá kon­um, 1.262.

Lang­flest­ar um­sagn­ir bár­ust frá ein­stak­ling­um eða um 3.923 en um 62 um­sagn­ir bár­ust frá lögaðilum, s.s. fé­laga­sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um.

10.000 til­lög­ur

Þátt­tak­end­ur sendu marg­ir inn fleiri en eina um­sögn, auk þess var al­gengt að setja fram fleiri en eina til­lögu í einni um­sögn.

Um 10.000 til­lög­ur um hagræðingu, ein­föld­un stjórn­sýslu og sam­ein­ingu stofn­ana er að finna í um­sögn­un­um, en þó eru marg­ar þeirra af svipuðum toga.

mbl.is