Svona vill almenningur hagræða ríkisrekstri

Í upphafi árs bað ríkisstjórnin almenning um að senda inn …
Í upphafi árs bað ríkisstjórnin almenning um að senda inn tillögur um hagræðingu í rekstri ríkisins. mbl.is/Eyþór

Til­lög­ur um hagræðingu, ein­föld­un stjórn­sýslu og sam­ein­ingu stofn­ana sem bár­ust verk­efn­inu Ver­um hag­sýn í rekstri rík­is­ins hafa verið tekn­ar sam­an. Al­menn­ing­ur hef­ur sent til­lög­ur sín­ar inn í sam­ráðsgátt frá því í byrj­un janú­ar.

Alls bár­ust 3.985 um­sagn­ir sem sér­stak­ur hagræðing­ar­hóp­ur, sem for­sæt­is­ráðherra skipaði, hef­ur nú tekið sam­an.

Í ljósi fjöld­ans var stuðst við gervi­greind­ar­hug­búnað til að aðstoða við að greina og flokka um­sagn­ir. Þá var farið sér­stak­lega yfir efni hverr­ar ein­ustu um­sagn­ar.

Hóp­ur­inn mun nýta um­sagn­irn­ar í til­lög­um sín­um um hagræðingu og um­bæt­ur í rík­is­rekstri ásamt til­lög­um sem ber­ast frá for­stöðumönn­um hjá rík­inu og frá ráðuneyt­um.

Áætlað er að út­gjöld rík­is­ins í ár verði um 1.552 millj­arðar króna.

Hér fyr­ir neðan má sjá meg­in­til­lög­ur al­menn­ings um hvernig best væri að hagræða rekstr­in­um.

Sam­ein­ing stofn­ana og bætt nýt­ing fast­eigna

Meðal þess sem al­menn­ing­ur vill gera til að hagræða rekstri og koma í veg fyr­ir tví­verknað er að sam­eina stofn­an­ir, ráðuneyti og embætti rík­is­ins. Þá er til að mynda átt við sam­ein­ingu eða sam­vinnu stofn­ana og op­in­berra bygg­inga er hafa verk­efni á sama sviði, eins og sjáv­ar­út­vegs­mál, ferðamál, heil­brigðismál og menn­ing­ar­mál.

Er til­lög­un­um m.a. ætlað að draga úr hús­næðis­kostnaði rík­is­ins.

Þá bár­ust einnig til­lög­ur um að end­ur- og sam­nýta teikn­ing­ar af hús­næði, selja ein­staka fast­eign­ir og end­ur­skoða leigu­samn­inga op­in­berra aðila.

Sam­ein­ing­ar lög­reglu­embætta, há­skóla og fram­halds­skóla voru einnig nefnd­ar sem og ýms­ar aðrar til­lög­ur að sam­ein­ingu stofn­ana og fækk­un nefnda og ráða á veg­um hins op­in­bera.

Alþingi og Stjórn­ar­ráðið

Einnig sneru marg­ar til­lög­ur að hagræðingu í rekstri Alþing­is og Stjórn­ar­ráðsins.

Þar á meðal má nefna fækk­un aðstoðarmanna og upp­lýs­inga­full­trúa, hagræðing í tengsl­um við akst­ur og bif­reiðar ráðherra, fækk­un alþing­is­manna og sparnaður við greiðslur til þeirra, til dæm­is vegna akst­urs og ferðalaga.

Einnig var lagt til að lækka styrki til stjórn­mála­flokka og biðlaun kjör­inna full­trúa, fækka og sam­eina ráðuneyti og sam­eig­in­lega þjón­ustumiðstöð Stjórn­ar­ráðsins.

Sta­f­ræn­ar lausn­ir, sjálf­virkni­væðing og end­ur­skoðun op­in­berr­ar þjón­ustu

Sta­f­ræn­ar lausn­ir í rekstri og þjón­ustu rík­is­ins voru nefnd­ar, sem og ein­faldað reglu­verk á ýms­um sviðum og bætt sam­starf op­in­berra aðila.

Notk­un gervi­greind­ar við gagna­grein­ingu, inn­leiðing sjálf­virkra lausna fyr­ir sam­skipti við al­menn­ing og breyt­ing­ar í átt að sjálf­virkni eða auk­inni skil­virkni í bók­un­ar- og fjár­hags­kerf­um voru einnig nefnd.

Sala á eign­um og breyt­ing­ar á rekstri fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins

Til­lög­ur um sölu eða breytt fyr­ir­komu­lag fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins komu oft fram.

Má þar nefna minnk­un um­svifa Rík­is­út­varps­ins og sölu eða breytt fyr­ir­komu­lag ÁTVR. Þó bár­ust einnig til­lög­ur sem mæltu gegn breyttu fyr­ir­komu­lagi á einka­sölu rík­is­ins á áfengi.

Þá bár­ust einnig til­lög­ur er varða sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og sölu eða breyt­ing­ar á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi Isa­via.

Skatt­ar, end­ur­greiðslur frá rík­inu og til­færslu­kerfi

Breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu og fyr­ir­komu­lagi á end­ur­greiðslum úr rík­is­sjóði komu oft fram í til­lög­um al­menn­ings, meðal ann­ars vegna kvik­mynda­gerðar, ný­sköp­un­ar og þró­un­ar.

Fyr­ir­komu­lag virðis­auka­skatts á ólík­ar at­vinnu­grein­ar eða vöru­flokka kom einnig fram og til­lög­ur um breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi og stjórn­sýslu ým­issa til­færslu­kerfa.

Þá tel­ur al­menn­ing­ur að hagræðingu megi einnig ná fram við op­in­ber inn­kaup, til dæm­is vegna kaupa á flug­miðum og hug­búnaðarleyf­um. Bætt inn­kaupa­ferli og sam­ræmd fram­kvæmd við inn­kaup voru einnig nefnd.

Sam­göngu­mál

Borg­ar­línu­verk­efnið bar oft á góma. Bár­ust til­lög­ur um að draga úr um­fangi verk­efn­is­ins eða slaufa því al­veg. Einnig bár­ust þó til­lög­ur um hvernig mætti hagræða við verk­efnið.

Hagræðing við smíði brúa og annarra sam­göngu­mann­virkja var meðal til­lagna, meðal ann­ars vegna Ölfusár­brú­ar og Sunda­braut­ar.

Al­menn­ing­ur vill einnig sjá bætt aðgengi að al­menn­ings­sam­göng­um og hag­kvæmni í rekstri þeirra og bend­ir á gjald­töku fyr­ir notk­un sam­göngu­mann­virkja sem leið til tekju­öfl­un­ar og fjár­mögn­un­ar innviðafram­kvæmda.

Heil­brigðisþjón­usta og lyf

Heil­brigðisþjón­usta lá á hjört­um al­menn­ings. Má þar nefna lyfjainn­kaup, rekst­ur heil­brigðis­stofn­ana, sta­f­ræn­ar lausn­ir í heil­brigðisþjón­ustu, fjar­heil­brigðisþjón­ustu og for­varn­ir.

Orku- og um­hverf­is­mál

Orku- og um­hverf­is­mál er varða bætta ork­u­nýt­ingu í marg­vís­legu sam­hengi komu einnig frá al­menn­ingi. Raf­bíla­væðing, bygg­ing sorp­brennslu­stöðva, efl­ing hringrás­ar­hag­kerf­is­ins, inn­lend mat­væla­fram­leiðsla og fleira kom þar fram.

Vert er þó að nefna að ýms­ar til­lög­ur bár­ust er sner­ust að því að draga úr fram­lög­um til lofts­lags­mála.

Ut­an­rík­is­mál og er­lent sam­starf

Hagræðing í rekstri sendi­ráða, til dæm­is með fækk­un þeirra eða til­færslu þeirra í ódýr­ara hús­næði kom oft fram, auk þess sem fjöldi til­lagna barst um að stöðva fram­lög til vopna­kaupa og Atlants­hafs­banda­lags­ins. Marg­ar til­lög­ur beind­ust einnig að því að draga úr ferðum starfs­manna rík­is­ins er­lend­is.

Ýmsar kerf­is­breyt­ing­ar og hagræðing­ar­til­lög­ur

Starfs­manna­mál rík­is­ins voru mikið til um­fjöll­un­ar í til­lög­um al­menn­ings, þar á meðal breyt­ing­ar á lög­um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins. Al­gengt var einnig að nefna sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­komu­lag auðlinda­gjalda og fisk­veiðistjórn­un­ar, með tekju­öfl­un fyr­ir rík­is­sjóð í huga.

Lagt var til að draga úr fram­lög­um til starfs­launa lista­manna, trú­mála og kirkj­unn­ar.

Þá vildu marg­ir draga úr þjón­ustu við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd og aðra inn­flytj­end­ur.

Bent var á kostnað við jafn­launa­vott­un og mælt með því að hætta að veita áfengi í boðum á veg­um rík­isaðila.

mbl.is