Ný loðnuleit skilar enn lægra mati

Niðurstöður leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar.
Niðurstöður leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar. mbl.is//Óskar Pétur Friðriksson

Bráðabirgðaniður­stöður loðnu­leit­ar upp­sjáv­ar­veiðiskip­ana Pol­ar Ammassak og Aðal­steins Jóns­son­ar, í sam­vinnu við Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, sýna ívið lægra mat á stærð veiðistofns­ins en mæl­ing­ar sýndu á sömu slóðum í síðustu viku.

Ljóst er að niður­stöðurn­ar leiða til óbreyttr­ar ráðgjaf­ar um eng­ar veiðar, að seg­ir í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un.

Mark­miðið var að fá end­ur­tekna mæl­ingu á magn loðnu í meg­in­göng­unni á þeim slóðum til sam­an­b­urðar við niður­stöður mæl­inga í vik­unni á und­an.

Myndin til vinstri sýnir leiðarlínur Aðalsteins Jónssonar (blá) og Polar …
Mynd­in til vinstri sýn­ir leiðarlín­ur Aðal­steins Jóns­son­ar (blá) og Pol­ar Ammassak (bleik) 27.-31. janú­ar 2025 og mis­lang­ar lín­ur þvert á leiðarlín­ur end­ur­spegla þétt­leika loðnu. Hægri mynd­in sýn­ir þétt­leika loðnu. Mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Skip­in voru við loðnu­mæl­ing­ar suðaust­an og aust­an við land frá mánu­degi til föstu­dags. Bæði skip­in fóru yfir allt svæðið eft­ir mis­mun­andi leiðarlín­um og er því um að ræða tvær óháðar mæl­ing­ar á magn­ingu.

Haf­rann­sókna­stofn­un ger­ir ráð fyr­ir að Árni Friðriks­son fari til loðnu­leit­ar norður af land­inu öðru hvoru meg­in við næstu helgi.

mbl.is