Guðlaugur býður sig ekki fram til formanns

Guðlaugur Þór mun ekki bjóða sig fram á komandi landsfundi.
Guðlaugur Þór mun ekki bjóða sig fram á komandi landsfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun ekki bjóða sig fram til að gegna for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um á kom­andi lands­fundi flokks­ins. Fund­ur­inn fer fram dag­ana 28. fe­brú­ar til 2. mars. Hann tel­ur að það sé best að þeir sem hafi valdið „nún­ingi“ inn­an flokks lengi haldi sig til hlés. 

Þetta kom fram í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins hvar Guðlaug­ur var til viðtals. 

Guðlaug­ur Þór seg­ir eng­an vafa vera á því að inn­an­flokksátök hafi skaðað flokk­inn. Inn­an­flokksátök­in hafa ekki síst verið á milli Guðlaugs Þórs og Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur for­manns­fram­bjóðanda á und­an­förn­um árum í Reykja­vík.

„Það er mín niðurstaða að það sé best fyr­ir okk­ur núna að við sem höf­um verið að taka þátt í ákveðnum nún­ingi lengi – það hef­ur sett mark sitt á flokk­inn – að við höld­um okk­ur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virki­lega langi að taka þátt í þess­ari bar­áttu og treysti mér vel í það, að þá ætla ég ekki að bjóða mig fram sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á þess­um lands­fundi,“ sagði Guðlaug­ur.

„Ég er ekki að stíga til hliðar

Hann viður­kenn­ir að hans fyrstu viðbrögð, eft­ir að Bjarni til­kynnti ákvörðun sína um að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri, hafi verið að bjóða sig fram. Hann hafi hins veg­ar á end­an­um ákveðið að taka ekki slag­inn. 

Hann kveðst þó ekki vera á för­um.

„Ég er ekki að stíga til hliðar, ég er ný­kjör­inn inn á þing og hlakka virki­lega til þess að tak­ast á við þau verk­efni sem þar eru,“ seg­ir Guðlaug­ar.

Tel­ur að fleiri muni bjóða sig fram

Einn hef­ur til­kynnt um fram­boð í for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um og það er þingmaður­inn Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir. Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur einnig verið sterk­lega orðuð við for­manns­fram­boð. 

Guðlaug­ur lýs­ir ekki yfir stuðningi við neinn fram­bjóðanda að svo stöddu en tel­ur lík­legt að fleiri fram­boð muni ber­ast í öll for­ystu­embætti. 

Guðlaug­ur bauð sig fram á síðasta lands­fundi gegn Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og fékk rétt rúm­lega 40% at­kvæða. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

mbl.is