Inga segir flokksbróður sinn ekki vanhæfan

Inga segir það í raun engu máli skipta þó að …
Inga segir það í raun engu máli skipta þó að Sigurjón gæti grætt á frumvarpinu. Samsett mynd

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, sé ekki van­hæf­ur þegar kem­ur að til­von­andi strand­veiðifrum­varpi. Sig­ur­jón á strand­veiðibát sem hann hef­ur gert út síðustu ár og sem verðandi formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar mun frum­varpið koma til kasta nefnd­ar­inn­ar sem hann leiðir.

Líkt og fram kom í Spurs­mál­um á mbl.is á Sig­ur­jón ásamt eig­in­konu sinni fyr­ir­tækið Sleppa ehf. sem gert hef­ur út bát­inn Sig­ur­laugu SK 138 til strand­veiða hin síðustu ár og hafa tekj­ur af út­gerðinni numið tug­um millj­óna króna.

„Hvað finnst þér um ör­yrkj­ann mig, á ég að vera skipta mér af kjör­um ör­yrkja? Hvað finnst þér um bænd­ur eða aðrar stétt­ir? Heil­brigðis­starfs­fólk og annað slíkt. Meg­in­regl­an er sú að al­menn lög­gjöf á Alþingi Íslend­inga ger­ir ekki alþing­is­menn van­hæfa að einu eða neinu leyti,“ seg­ir Inga Sæ­land í sam­tali við mbl.is spurð að því hvort að Sig­ur­jón eigi að eiga aðkomu að frum­varp­inu við meðferð þings­ins. 

Frum­varp um strand­veiðar lagt fram

Í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar má sjá að frum­varp verður lagt fram á vorþing­inu um stór­efl­ingu strand­veiða sem á að tryggja að veiðar geti staðið yfir í 48 daga.

Útgerðin Sleppa ehf. gæti því notið veru­lega góðs af þess­um breyt­ing­um. Eins má gera ráð fyr­ir því að verðlagn­ing á bát­um sem gerðir eru út í þessu skyni kunni að taka breyt­ing­um í ljósi þess að tekju­öfl­un­ar­mögu­leik­ar strand­veiðisjó­manna munu vænkast til muna.

Sig­ur­jón hef­ur sagt bát­inn vera í sölu­ferli.

„Það í raun­inni skipt­ir engu máli

Spurð hvort að Sig­ur­jón sé ekki van­hæf­ur í ljósi þess að hann gæti grætt á frum­varp­inu, verði það samþykkt, sem hann á eft­ir að eiga aðkomu að seg­ir Inga:

„Það í raun­inni skipt­ir engu máli hvað lýt­ur að al­mennri lög­gjöf sem sett er, að við erum ekki van­hæf þar.“

Þannig hann er ekki van­hæf­ur að þínu mati?

„Nei hann er það ekki.“

Sinnti ekki upp­lýs­inga­skyldu

Í Spurs­mál­um var Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra til viðtals og þar full­yrti hún að Sig­ur­jón myndi ekki koma að af­greiðslu máls­ins vegna þeirra hags­muna sem hann gæt­ir af því að strand­veiðar verði stór­aukn­ar.

Eins og greint hef­ur verið frá þá sinnti Sig­ur­jón ekki upp­lýs­inga­skyldu sem á hon­um hvíl­ir þegar kem­ur að hags­muna­skrán­ingu Alþing­is.

Þannig má sjá að í þriðju grein skrán­ing­ar­inn­ar seg­ist hann eng­in tengsl hafa við starf­semi sem „rek­in er sam­hliða starfi alþing­is­manns og er tekju­mynd­andi fyr­ir hann eða fé­lag sem hann á sjálf­ur eða er meðeig­andi í.“

Samt á hann út­gerðina Sleppa ehf. ásamt konu sinni. 

mbl.is