Öryggisbirgðir undir einu fyrirtæki komnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:08
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

At­vinnu­vegaráðherra seg­ir rétt að anda með nef­inu meðan kannað er hvort finna megi starf­semi Korn­ax nýj­an stað. Að óbreyttu verða vara­birgðir af hveiti nær eng­ar í land­inu, þegar starf­sem­in leggst af.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála en til­efnið er að heil­brigðis­eft­ir­lit Vest­ur­lands hef­ur synjað fyr­ir­tæk­inu Korn­ax um leyfi til þess að reisa nýja hveiti­möl­un­ar­verk­smiðju á Grund­ar­tanga en fyr­ir­tækið hugsaði flytja starf­semi sína þangað á lóð þar sem um­svif þess eru mik­il nú þegar. Faxa­flóa­hafn­ir hafa sagt upp lóðal­eigu­samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins í Sunda­höfn þar sem nú­ver­andi verk­smiðja er starf­rækt.

Kúl­an sett á verk­smiðjuna

Gunn­ar Tryggva­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna hef­ur upp­lýst að nú­ver­andi verk­smiðja Korn­ax verði rif­in og að ekk­ert annað verði reist á lóðinni. Ráðist sé í þessa fram­kvæmd af ör­ygg­is­ástæðum.

Helgi Ey­leif­ur Þor­valds­son, land­búnaðarfræðing­ur hef­ur bent á það í sam­tali við Morg­un­blaðið að með um­svif­um Korn­ax séu tryggðar 3-4 mánaða birgðir af hveiti í land­inu á hverj­um tíma. Það er langt und­ir þeim mörk­um sem önn­ur ríki á Norður­lönd­um hafa til viðmiðunar þar sem tryggðar eru birgðir til 6-12 mánaða.

Með brott­hvarfi Korn­ax sé ekki hægt að tryggja birgðir til lengri tíma en eins mánaðar en það skýrist meðal ann­ars af því að hveiti í sekkj­um hef­ur mun skemmri end­ing­ar­tíma en þegar það er geymt í tönk­um.

mbl.is

Af orðum ráðherra má dæma að það sé und­ir Korn­ax komið hvort nægi­leg­ar hveiti­birgðir séu í land­inu á hverj­um tíma eður ei.

Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

Hanna Katrín Friðriksson er gestur Spursmála að þessu sinni.
Hanna Katrín Friðriks­son er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Áleitn­ar spurn­ing­ar á víðsjár­verðum tím­um

Umræðan um mat­væla­birgðir hef­ur gerst áleitn­ari að und­an­förnu í ljósi þeirra vær­inga sem eiga sér stað milli Vest­ur­landa og Rúss­lands. Komi til stríðsátaka geta þjóðir þurft að stóla á vara­birgðir mat­væla, einkum ef flutn­inga­leiðir lokast um lengri eða skemmri tíma.

Bent var á í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu þann 25. janú­ar síðastliðinn að ónóg­ar birgðir hveit­is og korns á Íslandi gengu í ber­högg við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands, meðal ann­ars þriðju grein Atlants­hafs­sátt­mál­ans sem landið und­ir­gekkst við stofn­un sam­tak­anna árið 1949. Þar er kveðið á um að hverju þjóðríki sé skylt að tryggja viðnáms­getu sína, meðal ann­ars í tengsl­um við vopnaðar árás­ir.

Eng­in stjórn­valds­fyr­ir­mæli til

Þá er einnig bent á að í skýrslu starfs­hóps um neyðarbirgðir, sem kom út árið 2022 seg­ir: „Fæðuör­yggi er ein af for­send­um þess að hægt sé að tryggja lífsaf­komu þjóðar á hættu­stundu.“ Þar er einnig ít­rekað að ekki eru í gildi nein stjórn­valds­fyr­ir­mæli sem kveða á um lág­marks­birgðir mat­væla eða aðfanga til mat­væla­fram­leiðslu í land­inu.

Nú stefn­ir allt í að Korn­ax muni ekki koma upp nýrri starf­semi í stað þeirr­ar sem hverf­ur á braut í Sunda­braut en ráðherra tel­ur rétt að bíða og sjá hvort ákvörðun heil­brigðis­eft­ir­lits­ins verði hnekkt eða hvort Korn­ax geti fundið aðra staðsetn­ingu und­ir starf­semi sína. Fátt bend­ir til þess að fyr­ir­tækið sé á þeim bux­un­um.

Viðtalið við Hönnu Katrínu Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra, má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

 

mbl.is