Guðrún Hafsteinsdóttir boðar til fundar

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur boðað til fund­ar í Saln­um í Kópa­vogi klukk­an 14 á laug­ar­dag. Þar seg­ist hún ætla að ræða við fund­ar­gesti en hún hef­ur sterk­lega verið orðuð við fram­boð til for­manns flokks­ins.

„Nú stytt­ist óðum í að sjálf­stæðis­menn komi sam­an á lands­fundi til að skerpa á stefnu flokks­ins og velja sér nýja for­ystu. Þar mun­um við ræða um framtíðina, frelsi ein­stak­lings­ins og hvernig við tryggj­um sterkt og frjálst sam­fé­lag til hags­bóta fyr­ir alla lands­menn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Guðrúnu.

Sam­tal á tíma­mót­um

„Fyr­ir fjór­um árum, eft­ir ára­tuga starf í at­vinnu­líf­inu, fann ég köll­un til að bjóða fram krafta mína í þeirri viðleitni að móta ís­lenskt sam­fé­lag. Sú veg­ferð hef­ur verið krefj­andi, lær­dóms­rík og gef­andi. Ég hef notið hverr­ar stund­ar og hef lagt mig fram um að standa vörð um þau grunn­gildi sem við sjálf­stæðis­menn trú­um á – frelsi, jafn­rétti og rétt ein­stak­linga til að nýta krafta sína til fulls,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Á þess­um tíma­mót­um í Sjálf­stæðis­flokkn­um tel ég rétt að taka sam­tal við flokks­fé­laga mína og boða ég til fund­ar í Saln­um í Kópa­vogi á laug­ar­dag­inn kem­ur, 8 fe­brú­ar, klukk­an 14.00.“

mbl.is