Brim og Samherji greiddu 19% veiðgjalda

Brim hf. greiddi meira vegna veiðgjalda en nokkur önnur útgerð …
Brim hf. greiddi meira vegna veiðgjalda en nokkur önnur útgerð í fyrra. mbl.is/sisi

Meðal þeirra 918 út­gerða sem greiddu veiðigjöld árið 2024 greiddu Brim hf. og Sam­herji lang­mest, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. Greiddi Brim 976,8 millj­ón­ir króna og Sam­herji 931,1 millj­ón, en sam­an­lagt greiddu fé­lög­in tæp 19% allra veiðigjalda.

Alls greiddu út­gerðir 10,8 millj­arða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Um er að ræða 2% aukn­ingu í fjár­magni þrátt fyr­ir loðnu­brest sem og að þrjár gjald­skyld­ar teg­und­ir 2023 voru ekki gjald­skyld­ar 2024.

Áber­andi er að til­tölu­lega fáar út­gerðir standa skil á megn­inu af veiðigjöld­um. Alls greiddu 23 út­gerðir meira en hundrað millj­ón­ir í veiðigjöld, sam­tals greiddu þær 7,7 millj­arða króna eða ríf­lega 75% allra inn­heimtra veiðigjalda.

Þá greiddu 773 út­gerðir inn­an við millj­ón í veiðigjöld árið 2024.

Lesa má um veiðigjöld síðasta árs í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: