Irv Gotti er látinn

Irv Gotti hér með rapparanum Tequila. Gotti var snillingur í …
Irv Gotti hér með rapparanum Tequila. Gotti var snillingur í að uppgötva nýja tónlistarmenn og koma þeim á framfæri. Skjáskot/Instagram

Irv­ing Dom­ingo Lor­enzo Jr., eða Irv Gotti, lést í gær aðeins 54 ára að aldri. Dánar­or­sök hef­ur ekki verið staðfest. And­lát tón­list­armó­gúls­ins bar að ör­fá­um mánuðum eft­ir að hann fékk heila­blóðfall og var lagður inn á end­ur­hæf­ing­ar­stöð í kjöl­farið.

Talsmaður Gott­is sagði hann hafa þjáðst af syk­ur­sýki í fjölda ára, en að hann hafði jafnað sig vel eft­ir heila­blóðfallið og breytt mataræði sínu.

Gotti fram­leiddi fjölda slag­ara fyr­ir tón­list­ar­menn á borð við Ja Rule, Ashanti, DMX og Jenni­fer Lopez, þ.á.m. lög­in Always on Time, I'm Real, Ain't it Funny, Fool­ish, Rain on Me og Mes­mer­ize.

Page Six

mbl.is