Stefnuræða Kristrúnar á mánudaginn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra, sem vera áttu í gær, verða mánu­dag­inn 10. fe­brú­ar kl. 19.40 með sama fyr­ir­komu­lagi og áður hafði verið kynnt.

Frá þessu er greint á vef Alþing­is en vegna veðurs var ákveðið að fresta stefnuræðu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur í gær vegna óveðurs.

Reglu­leg þing­störf hefjast 11. fe­brú­ar og því verður ekk­ert af þing­fundi sem vera átti í dag.

mbl.is