Veiðigjöldin tæpir 11 milljarðar í fyrra

Þorskur skilaði ríkissjóði meira en fimm milljörðum króna á síðasta …
Þorskur skilaði ríkissjóði meira en fimm milljörðum króna á síðasta ári í formi veiðigjalda. mbl.is/Þorgeir

Alls greiddu 918 út­gerðir veiðigjöld á síðasta ári og skiluðu þau rík­is­sjóði 10,8 millj­örðum króna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Um er að ræða 2% aukn­ingu í fjár­magni þrátt fyr­ir loðnu­brest sem og að þrjár gjald­skyld­ar teg­und­ir 2023 voru ekki gjald­skyld­ar 2024.

Veiðigjald vegna þorsks skilaði 5,6 millj­örðum króna sem er rúm­lega helm­ing­ur allra veiðigjalda. At­hygli vek­ur að tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjaldi á þorski juk­ust um rúm 40% milli ára.

Svipaða sögu er að segja í til­felli ýsu en hún skilaði 1.787 millj­ón­um króna í fyrra og 1.322 millj­ón­um árið 2023. Tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjaldi á kol­munna juk­ust einnig um­tals­vert milli ára og fékkst inn­heimt­ur rétt rúm­ur millj­arður vegna teg­und­ar­inn­ar á ár­inu 2024.

Mesta hlut­falls­lega aukn­ing­in var í til­felli löngu og var inn­heimt 131 millj­ón króna sem er 96% meira en árið 2023.

Nán­ar má lesa um veiðigjöld síðasta árs í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: