#63. - Hjartað stöðvaðist og símanum stolið á meðan

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Páll Stein­gríms­son skip­stjóri lenti fjór­um sinn­um í hjarta­stoppi sama dag­inn. Á sama tíma bjástruðu menn við að af­rita gögn af síma hans. Það gerðist inn­an veggja RÚV.

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála fer Páll yfir at­b­urðarás­ina sem nærri dró hann til dauða en hann rek­ur einnig hina tor­sóttu leið sem hann hef­ur þurft að feta til þess að fá úr því skorið hverj­ir það voru sem brut­ust inn í sím­ann og komu í kjöl­farið gögn­um úr inn­brot­inu á Þórð Snæ Júlí­us­son, þáver­andi rit­stjóra Kjarn­ans og Aðal­stein Kjart­ans­son, blaðamann á Stund­inni.

    Frá­sögn Páls er slá­andi og ljóst að málið er ekki til lykta leitt í hans huga.

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTu­be

    Frétta­vik­an gerð upp

    Áður en Páll mæt­ir til leiks fer Stefán Ein­ar yfir frétt­ir vik­unn­ar með þeim Ólöfu Skafta­dótt­ur, stjórn­anda hlaðvarps­ins Komið gott, og Þorgrími Sig­munds­syni, þing­manni Miðflokks­ins.

    Páll Steingrímsson segir sögu sína af byrlunarmálinu svokallaða, einu umtalaðasta …
    Páll Stein­gríms­son seg­ir sögu sína af byrlun­ar­mál­inu svo­kallaða, einu um­talaðasta máli síðari tíma, í nýj­asta þætti Spurs­mála. Ólöf Skafta­dótt­ir og Þorgrím­ur Sig­munds­son fara yfir frétt­ir vik­unn­ar. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Þar er af mörgu að taka, meðal ann­ars vær­ing­ar inn­an borg­ar­stjórn­ar og nú heyr­ist víða pískrað í horn­um að verið sé að máta sam­an nýja meiri­hluta til þess að stýra borg­inni fram á vorið 2026 en þá verður að nýju gengið til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

    Fylg­ist með beitt­asta umræðuþætti lands­ins hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14. 

    Þorgrímur Sigmundsson og Ólöf Skaftadóttir fóru yfir fréttir vikunnar undir …
    Þorgrím­ur Sig­munds­son og Ólöf Skafta­dótt­ir fóru yfir frétt­ir vik­unn­ar und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
    mbl.is