Opnað fyrir umsóknir um nýliðakvóta

Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn.
Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opnað hef­ur verið á vef Fiski­stofu fyr­ir um­sókn­ir um nýliðakvóta í grá­sleppu vegna vertíðar árs­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Grá­slepp­an var kvóta­sett á síðasta ári og verður í ár fyrsta árið sem veiðar verða stundaðar á grund­velli afla­hlut­deild­ar. Sam­hliða laga­breyt­ing­unni sem fól í sér kvóta­setn­ingu teg­und­ar­inn­ar var álveðið að sá hluti kvót­ans sem hefðbundið fell­ur í hlut rík­is­ins og er ætlað að út­hluta sem byggða- og at­vinnu­kvóta, s.s. 5,3% grá­sleppu­kvót­ans, mun vera ráðstafað sem sér­stök­um nýliðakvóta.

Nýliði telst í reglu­gerð sá sem á skip en hef­ur ekki skráða afla­hlut­deild og hef­ur ekki fengið út­hlutað afla­hlut­deild eða átti rétt á afla­hlut­deild í grá­sleppu vegna fisk­veiðiárs­ins 2024/​2025.

Frest­ur til að skila inn um­sókn um nýliðakvóta er 17. fe­brú­ar.

mbl.is